fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Reyna að reisa nýtt flugfélag á grunni WOW air – Hafa óskað eftir fjögurra milljarða króna láni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 07:55

Unnið er að stofnun nýs félags á grunni WOW air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fyrrum stjórnendur hjá flugfélaginu WOW air vinna nú að því að stofna nýtt flugfélag á rústum félagsins. Þeir hafa óskað eftir fjögurra milljarða króna láni hjá íslenskum bönkum. Með þeim í verkinu er írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að írski sjóðurinn Avianta Capital, sem er í eigu Aislinn Whittley-Ryan sem er dóttir eins af stofnendum Ryanair, hafi skuldbundið sig til að leggja nýja félaginu til 40 milljónir dala en það jafngildir um fimm milljörðum króna. Þetta fé á að duga til að tryggja rekstur félagsins í þrjú ár. Nýja félagið hefur fengið heitið WAB air.

Ásamt írska sjóðnum tekur félagið Neo þátt í verkefninu en það er í eigu Arnars Más Magnússonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs WOW air, Sveins Inga Steinþórssonar, sem stýrði hagdeild WOW air, Boga Guðmundssonar, lögmanns, og Þórodds Ara Þóroddssonar, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum.

Hópurinn er sagður hafa leitað til að minnsta kosti tveggja íslenskra banka og óskað eftir að fá 31 milljón evra, sem svarar til um fjögurra milljarða króna, að láni. Lánið á að nýta sem eigið fé til að fá lán hjá svissneskum banka.

Avinta Capital mun eignast 75% hlut í félaginu á móti 25% hlut Neo.

Samkvæmt minnisblaði, sem Markaður Fréttablaðsins hefur undir höndum, um áform fjárfestanna kemur fram að félagið eigi að hefja rekstur í haust og verði með sex vélar í rekstri fyrsta árið og er stefnt að flugi til fjórtán áfangastaða í Evrópu og Ameríku. Gert er ráð fyrir flytja eina milljón farþega á næsta ári og að 500 starfsmenn verði ráðnir til félagsins á næstu mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta