fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Aðförin að pulsunni: „Hún á betra skilið frá pulsuhöturunum í ráðhúsinu”

Svarthöfði
Sunnudaginn 7. júlí 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði hélt framan af viku að hún yrði frekar tíðindalítil. Allir uppteknir við að maka á sig sólarolíu og nýta örugglega alla mögulega sólargeisla. Grilla í Crocs-urunum sínum og hlusta á Stál og hnífur í botni. Ósköp venjuleg vika í lífi Íslendings um sumar. Sú varð nú aldeilis ekki raunin.

Svarthöfða svelgdist á morgunuppáhellingunni og kaffikorgurinn frussaðist yfir eldhúseyjuna þegar hann sá að nú væri ekki lengur móðins að fá sér pulsu eftir sund. Það verður víst enginn pulsuvagn við Sundhöllina í Reykjavík. Hvaða djöfulsins mannvonska er það?! Hvað næst? Enginn landi í Breiðholtinu?

Nú er Svarthöfði ekkert gefinn fyrir að leggja leið sína niður í miðbæ Reykjavíkur. Svarthöfði hefur einfaldlega ekki áhuga á lundaböngsum og rándýrum hræátufiski með fitugum frönskum. En þegar að pulsuvagninn var bannaður var honum nóg boðið. Þvílík aðför að þjóðarrétti Íslendinga hefur ekki sést fyrr né síðar.

Ekki er hægt að kenna lattelepjandi snobburunum í 101 með sína skósíðu trefla einum um því þetta átti víst að vera eitthvað gúrmet, hvernig sem það svo sem er borið fram. Stjörnukokkur ætlaði að gefa svöngum sundgestum pulsu venju samkvæmt.

Svarthöfði leggur til að samfélagið rísi upp og mótmæli þessari aðför að pulsunni. Hvers á hún að gjalda? Svarthöfði efast reyndar um að pulsan hafi áhuga á að prófa eitthvað nýtt eins og hunangsgljáðan rauðlauk og sús víd remúlaði, en það má allavega leyfa henni að njóta vafans. Þetta er nú eftir allt saman pulsan okkar allra og hún á betra skilið frá pulsuhöturunum í ráðhúsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum