fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Jóhannes stjörnunuddari hættur hjá Postura – Margsakaður um kynferðisbrot gegn skjólstæðingum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 30. júní 2019 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, svonefndu stjörnunuddari, hefur hætt störfum hjá Postura þar sem hann starfaði sem meðhöndlari. Þetta kemur fram á síðu Postura þar sem segir:

„Jóhannes er að hætta frá með 31. Maí og ætlar Jóhann að taka við Postura.
Jóhannes mun tilkynna á fésbókarsíðu Postura eða hér á síðunni hvenær hann komi til landsins að vinna.

„Ég er innilega þakklátur fyrir alla þá sem hafa stutt við bakið á mér
– Jóhannes“

Ekki kemur fram hvort Jóhannes sé að hverfa til annarra starfa en af orðum yfirlýsingar má ráða að hann sé fara að dvelja erlendis.

Á þriðja tug kvenna hafa sakað hann um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á meðan hann meðhöndlaði þær, og eru málin til rannsóknar hjá lögreglu. Þolendur hans hafa gagnrýnt að Jóhannes fengi áfram að starfa óáreittur á meðan á rannsókn stendur, en það gæti skapað áhættu á að hann bryti gegn fleirum skjólstæðingum. Jóhannes tilheyrir hvorki stétt sjúkranuddara né hnykkjara. Hann tilheyrir engri löggildri heilbrigðisstétt, og þarf því ekki að bera ábyrgð gagnvart stétt sinni. Í yfirlýsingu sem þolendur hans sendu blaðamanni í maí segir meðal annars:

„Við, þolendur Jóhannesar, undrumst vinnubrögð lögreglu og réttarkerfisins í heild sinni. Við fordæmum það að maður sem hefur verið kærður af mörgum konum fái enn þann dag í dag að standa óáreittur og taka við kúnnum á stofunni sinni!“

Sjá einnig:

Fordæma að Jóhannes sé enn starfandi:

Yfir 20 konur saka Jóhannes um kynferðisbrot

Jóhannes stjörnumeðhöndlari opnar sig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi
Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn