fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Segir sykurskattinn ekki dæmi um fitufordóma heldur umræðan: „Það eru alls ekki okkar orð, það var aldrei meiningin“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 27. júní 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður samtaka um líkamsvirðingu, segir mikilvægt að gæta að orðræðunni þegar fyrirhugaður sykurskattur er til umræðu. Það séu ekki aðeins feitir einstaklingar sem borði sykraðar vörur.

Sykurskatturinn varði lýðheilsu allra, ekki bara feitra einstaklinga. Umræðan um sykurskattinn megi ekki verða eldiviður á bál fitufordóma á Íslandi. Þetta kom fram í Morgunútvarpinu í morgun.

Tara benti þar á að þó svo að rannsóknir hafi sýnt fram á fylgni á milli offitu og sykursýki II þá eigi enn eftir að finna orsakasamhengið.

„Það er alveg rétt að offita og holdafar er áhættuþáttur, en af hverju, það vitum við ekki.“

Aðrir áhættuþættir eru til að mynda endurteknir megrunarkúrar en einnig fitufordómar.

„Það að verða fyrir jaðarsetningu og verða fyrir fordómum og mismunun á grundvelli holdafars er líka áhættuþáttur fyrir þróun sykursýki II.“

Tara segir að Samtök um líkamsvirðingu hafi ekki tekið sykurskattinn til formlegrar umræðu, en sjálf segist hún vera að mestu fylgjandi honum.

„Ég vil endilega leiðrétta þann misskilning sem hefur komið fram í fréttamiðlum, að við séum að saka Svandísi heilbrigðisráðherra að vera fitufordómafull eða að sykurskatturinn sjálfur sé fitufordómafullur. Það eru alls ekki okkar orð, það var aldrei meiningin heldur bara að beina þeim tilmælum til þeirra sem eru að fjalla um þetta að gæta að orðræðu í kringum þessar umræður.“

Feitir einstaklingar eru að sögn Töru jaðarsettur hópur í samfélaginu sem verður fyrir kerfislægri mismunun. Hún segir jaðarsetningu feitra vera sambærilega við þá er útlendingar, fatlaðir og hinseginn verði fyrir.

„Þessir fordómar birtast á mjög fjölbreyttan hátt. Í raun og veru birtast þeir í öllum kerfum samfélagsins. Það er talað um að þetta sé dæmi um kerfisbundna mismunum. Fitufordómar koma fram í samfélagsumræðu eins og í kringum sykurskattinn. Þeir koma fram í heilbrigðiskerfinu. Þeir koma fyrir í atvinnu. Feitt fólk er síður líklegt til þess að vera í vinnu, það fær síður launahækkun, það hefur síður aðgengi að húsnæði, það fær slakari heilbrigðisþjónustu. Þetta er mjög kerfisbundinn og fjölþættur vandi sem í raun hamlar aðgengi og hamlar bara lýðheilsu þessa hóps.“

Sjálf hefur Tara tekið eftir fitufordómum sem birtast í hvernig talað er um stöðuna sem hún gegnir í dag, formaður samtaka um líkamsvirðingu. En fyrri formaður samtakanna var grönn kona.

„Hún er grönn og ég er feit og það er mjög mikill munur á  umræðunni um það sem við erum að segja.“

En einnig hefur Tara bæði verið grönn og feit og upplifði sjálf hvernig viðmót samfélagsins breyttist gagnvart henni eftir holdafari hennar.

„Mér finnst mikilvægt að við séum meðvituð og að fræðsla um fitufordóma og afleiðingar þeirra haldi áfram.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd