fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Theresa May boðar til þingkosninga

Kosið 8. júní – Vill styrkja stöðu sína fyrir viðræður um útgöngu Bretlands úr ESB

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til þingkosninga 8. júní næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hún hélt í Downingstræti 10 nú í morgun. Með kosningunum vill May styrkja stöðu sína í breska þinginu til að tryggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Aðeins þrjár vikur eru síðan að formlegt úrsagnarferli hófst, byggt á Brexit-kosningunni síðasta sumar. Á blaðamannafundinum sagði May að það hafi runnið upp fyrir henni fyrir skemmstu, og það hafi verið henni óljúft, að nauðsynlegt væri að kjósa að nýju. Aðeins tæp tvö ár eru síðan að kosið var síðast til breska þingsins. May hafði áður svarað því ítrekað til, spurð um hvort til stæði að flýta kosningum, að það kæmi ekki til greina og kosið yrði 2020 líkt og til hefur staðið.

May sakaði stjórnarandstöðuna, og lávarðardeild þingsins, um að veikja samningsstöðu sína gagnvart Evrópusambandinu. „Þjóðin þjappar sér saman en Westminster gerir það ekki,“ sagði hún og bætti við að flokkadrættir í þinginu, Westminster, stefndu í voða möguleikum Breta til að ná ásættanlegri niðurstöðu í samningaviðræðunum um útgönguna.

Nýjustu skoðanakannanir benda til að Íhaldsflokkurinn sé með allt að 21 prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn. Yrði það niðurstaðan í kosningunum myndi Íhaldsflokkurinn bæta við sig 17 þingmönnum.

Theresa May tók við sem forsætisráðherra þegar að David Cameron sagði af sér eftir Brexit-kosningarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“