fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Gunnar Smári og Sigmundur Davíð sammála: „Laun íslenskra ráðherra eru út úr öllu korti“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vildi lækka laun ráðherra. Gunnar Smári, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, er sammála honum. Í frétt RÚV kemur fram að Sigmundur Davíð hafi lagt til á Alþingi í dag að laun ráðherra yrðu lækkuð um rúm 20 prósent. Tillaga Sigmundar Davíðs var felld. Á föstudag sagði Sigmundur Davíð í þinginu að skoða þyrfti þann mikla mun sem er á launum ráðherra og þingmanna:

„Ég tel að ef tækifærið yrði notað nú til að draga úr þeim mikla mun gæti það til að mynda haft þau áhrif að einhverjir flokkar yrðu síður reiðubúnir til að fórna pólitískum stefnumálum sínum til að ná sér í nokkra ráðherrastóla.“ 

Gunnar Smári Egilsson ritar pistil um þetta á Facebook þar sem hann segir að Sigmundur Davíð hafi rétt fyrir sér. Gunnar Smári segir:

„Laun íslenskra ráðherra eru út úr öllu korti. Fram hefur komið að íslenskir ráðherrar séu með hæst launuðu stjórnmálafólki í heiminum ásamt íslenskum borgar- og bæjarstjórum.“ 

Gunnar Smári segir að pólitík eigi að vera fyrir fólk sem vill láta gott af sér leiða en ekki fólk sem sækist eftir hærri launum. Hann segir:

„Laun ráðherra og bæjarstjóra eiga að vera á pari við laun skólastjóra í grunnskóla og laun þingmanna á borð við yfirkennara. Allt umfram það er þjófnaður elítu sem kemst upp með að moka undir rassinn á sjálfri sér, allt þar til almenningur rís upp og varpar þessari byrði af sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón