fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru reiðubúin að fara í stríð við Bandaríkin

Sendu skilaboðin í gegnum ríkisfréttastofuna KCNA

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast reiðubúin til að fara í stríð við Bandaríkin ef þau halda áfram að ögra Norður-Kóreu og auka við hernaðarmátt sinn í Kóreu. Þessi skilaboð sendu stjórnvöld frá sér í gegnum ríkisfréttastofuna KCNA. Ástæðan er að Bandaríkin hafa stefnt einni flotadeild með flugmóðurskipið Carl Vinson í fararbroddi í átt til Kóreu.

Carl Vinson átti að vera á leið til Ástralíu en þeirri áætlun var breytt um síðustu helgi og stefnan tekin á Kóreu. Markmið Bandaríkjanna með þessu er að sýna stjórnvöldum í Norður-Kóreu hvers Bandaríkin eru megnug á hernaðarsviðinu og að vera óbein aðvörun til einræðisstjórnarinnar um að þolinmæði Bandaríkjanna, gagnvart síendurteknum tilraunum Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar og kjarnorkuvopn, sé á þrotum.

Samkvæmt því sem KCNA segir þá sýnir ferð flotadeildarinnar enn betur að Bandaríkin ætla sér leynt og ljóst að ráðast á Norður-Kóreu og að nú hafi þessar fyrirætlanir náð nýju stigi. Fréttastofan segir að Norður-Kórea sé undir þetta búin og muni bregðast við sérhverri ögrun frá Bandaríkjunum.

Margir hafa túlkað flugskeytaárás Bandaríkjanna á herflugvöll í Sýrlandi í síðustu viku sem aðvörun til stjórnvalda í Norður-Kóreu um að sömu örlög geti beðið þeirra.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur beðið ráðgjafa sína að leggja fram tillögur um hvernig er best að taka á Norður-Kóreu og halda aftur af vopnaskaki þarlendra stjórnvalda. Trump hefur einnig lýst því yfir að Bandaríkin séu reiðubúin til að láta til skara skríða gegn Norður-Kóreu ein síns liðs ef Kínverjar, sem eru einu bandamenn Norður-Kóreu, haldi ekki aftur af vopnaskaki Norður-Kóreumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik