fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Illugi Jökulsson telur Passíusasálmana vera illa saminn leirburð – Jón Viðar: „Sá sem slær slíku fram veit ekkert um skáldskap“

MIkil umræða um sálmana hefur farið fram á Facebook síðu Illuga

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. apríl 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er ég einn um að þykja Passíusálmarnir samanrekið klambur, illa saminn leirburð og hugmyndafræðilegt þvaður?“

Þetta skrifar Illugi Jökulsson á Facebook síðu sína í gær og hefur færslan heldur betur vakið viðbrögð. Margir segjast sammála Illuga og hann sé bara að skrifa það sem aðrir þora ekki um þetta bókmenntaverk sem hefur lengi verið í hávegum haft hér á landi.

Einar Steingrímsson stærðfræðiprófessor tekur undir orð Illuga: „Ég hélt einmitt að ég væri einn í þessum hópi! En, sennilega erum við bara þögull meirihluti sem sjáum annars vegar hvað þetta er hryllilegur leirburður, og hins vegar hvað þessi þrælslund gagnvart yfirvaldi, raunverulegu og ímynduðu, er ógeðfelld,“ skrifar hann.

„Það alvitlausasta sem ég hef lesið“

Þetta er – með leyfi að segja – það alvitlausasta sem ég hef lesið á FB í langan tíma.“ skrifar Jón Viðar Jónsson leikhúsgagrýnandi sem svar við færslunni og heldur áfram:

„Ljóst að sá sem slær slíku fram – vitaskuld án nokkurra dæma eða skýringa á því hvað hann er að fara – hefur annað hvort ekki lesið sálmana eða hefur einfaldlega ekkert vita á skáldskap. En sennilega er það þó aðallega alkunn andúð þín á kristnum dómi, sem er löngu orðin einhvers konar þráhyggja sem þú kemst ekki út úr, sem glepur þér sýn – að ekki sé minnst á nánast infantíla þörf þína fyrir að reyna að æsa og móðga alla sem játa kristna trú.“

Jón Viðar segir að sálmarnir séu misgóðir „en í langflestum þeirra er eitthvað briljant og sumir þeirra eru innblásnir af skáldlegum þrótti og dramatík frá upphafi til enda.“

„Að orðkynngi eiga þeir vart nokkurn líka í öllum ísl. bókmenntum að fornu og nýju. Þeir eru í senn miskunnarlaus sjálfsskoðun manns, sem horfist í augu við eigin ófullkomleika og fallvaltleik mannlegs lífs, jafnframt því sem hann les valdhöfum pistilinn og varar við afleiðingum valdníðslu, spillingar og græðgi. Og sú ádeila er algerlega tímalaus, jafn aktúel nú og hún var þá,“ skrifar Jón Viðar ekki par sáttur við Illuga.

„Það er barnaleikur, Jón Viðar, að tína til hundrað dæmi um ömurlegan leirburð úr Passíusálmunum. Og það hljóta allir að sjá sem lesa þá“ skrifar Einar Steingrímsson sem svar við innleggi Jóns Viðars. Jón Viðar bendir á móti á að það sé líka hægt að tína til hundrað dæmi um klúðurslegt og beinlínis óskiljanlegt orðalag úr textum Shakespeares. „Þeir sem halda að tilgangur bókmenntagagnrýni sé slík iðja ættu snúa sér að öðru,“ skrifar hann.

„Mikill skáldskapur á allan mælikvarða, líka nútímalegan“

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur blandar sé í umræðuna og skrifar: „Hallgrímur er okkar Bach. Passíusálmarnir renna ekki alltaf samkvæmt bragkennd nútímamanna og þegar maður les þá þarf maður að finna taktinn í þeim, skynja músíkina.“ Guðmundur Andri segist ekki vera í vantrúarbókmenntafræðinni og nálgast þennan texta hvorki út frá bókstafstrú né bókstafsvantrú.

„Þetta er glíma skálds við líf sitt, erfitt á köflum, við yfirvöld, mótdræg á köflum og við guð sinn, grimman á köflum, og þessi glíma fer fram innan tiltekins ramma sem er hugmyndafræði aldarinnar, og háð með tilteknu orðfæri sem er tungutak aldarinnar. Sjálfur hrífst ég af þessu tungutaki, þó ankannalegt sé í nútímaeyrum á köflum, eða kannski einmitt vegna þess. Hugmyndafræðin sem Hallgrímur brýst um á hæl og hnakka í er hins vegar andstyggileg. Ekki fer samt á milli mála að sálmarnir eru samdir af umtalsverðu listfengi og þeir eru að minni vitund mikill skáldskapur á allan mælikvarða, líka nútímalegan,“ skrifar Guðmundur Andri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn