fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Raggi Sig: Við fengum allir hatursskilaboð

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 21:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson var hetja Íslands í leik gegn Tyrkjum í kvöld en varnarmaðurinn frábæri gerði tvö mörk í sigri.

Raggi Sig er ekki þekktur fyrir það að skora mörk en bæði mörk Íslands í 2-1 sigri komu frá honum með skalla.

,,Þetta var erfiðasta færið, fyrstu tvö voru bara tap in. Ég hefði þurft að stýra þessum þriðja svolítið og ég klúðraði því en tvö mörk voru nóg,“ sagði Ragnar.

,,Ég fer alltaf á fjær og ég er alltaf frír á fjær. Boltinn kemur bara mjög sjaldan en ég var bara mættur og þetta voru bara tap ins.“

,,Það er mjög ljúft að vinna Tyrkina aftur. Þetta voru tveir skyldusigrar. Við þurftum að vinna þá í baráttunni um að komast áfram.“

,,Mér finnst þetta bara vera sami neisti. Þessi Þjóðadeild, það skildi enginn hvað væri í gangi. Það skildi enginn reglurnar einu sinni. Svo spiluðum við æfingaleik sem við erum aldrei góðir í. Núna þegar það skiptir máli vinnum við leiki eins og alltaf.“

Ragnar ræddi svo burstamálið fræga en Tyrkir voru bálreiðir í gær og vildu meina að Ísland væri að sýna þeirra landsliði óvirðingu.

,,Þetta var út um allt og það var verið að senda okkur öllum hatursskilaboð og svona en við erum mjög reyndir. Við látum þetta ekki trufla okkur.“

,,Þetta var allt mjög skrítið en þetta leikurinn byrjar þá erum við mættir að spila fótbolta þannig við vorum tilbúnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Silva aftur heim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar