fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Af hverju láta Bandaríkjamenn draga klærnar af köttum sínum?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. júní 2019 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í New York ríki í Bandaríkjunum ætla að banna kattaeigendum að láta draga klærnar af köttum sínum. Framvegis má aðeins gera það ef dýralæknir telur það nauðsynlegt vegna heilsu kattarins. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, á enn eftir að skrifa undir lögin og staðfesta.

Það mun vera mjög algengt í Bandaríkjunum að fólk láti draga klærnar af köttum sínum en í því felst að hluti af beininu, sem tengir nöglina við fótinn, er skorinn af. Gagnrýnendur segja þetta vera „villimannslegt og ómannúðlegt“.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að víða um heim sé þetta ólöglegt, þar á meðal í mörgum Evrópuríkjum, Brasilíu, Ísrael, Ástralíu og Nýja Sjálandi.

En af hverju er þetta svona algengt í Bandaríkjunum? BBC hefur eftir Sarah Endersby, dýralækni, að stundum sé nauðsynlegt að gera þetta, til dæmis ef köttur er með sýkingu í nöglinni. Margir láti gera þetta til að kettirnir klóri ekki húsgögn. Hún benti einnig á að í Bandaríkjunum sé mjög algengt að kettir séu alltaf innandyra ólíkt því sem er í Evrópu.

Niðurstöður nokkurra rannsókna benda til að þetta hafi verið gert við 20 til 25% bandarískra katta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið