fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Íslendingar og úthaldsskorturinn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. júní 2019 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru ekki þjóð sem hefur mikið úthald. Við erum betri í snörpum og stuttum skorpum, tökum hlutina með trukki, oft á síðustu stund og með heldur lélegum undirbúningi.

Svo vonum við að hlutirnir reddist.

Um þetta eru ótal dæmi. Uppgangur ferðaþjónustunnar síðastliðin ár er hið nýjasta. Nú er það allt komið í óefni af því við ætluðum að gera hlutina með okkar lagi og án þess að leggjast í alvöru rannsóknarvinnu.

Þegar Íslendingar eru á toppi öldufaldsins eru þeir oft fullir af oflæti og eru alveg vissir um að þeir geri allt og viti allt best – séu algjörlega óviðjafnanlegir.

Svo kemur högg og þá eiga þeir til að leggjast í vol og víl og missa alveg sjálfstraustið – að minnsta kosti tímabundið.

Gengi íslenska landsliðsins í fótbolta er athyglisvert í þessu sambandi. Það er ekki nema ár síðan liðið keppti í úrslitum heimsmeistaramótsins, ekki nema þrjú ár frá Evrópukeppninni frækilegu.

En tiltrúin og áhuginn hafa fjarað út. Fyrir stuttu var talað um nauðsyn þess að byggja nýjan og stóran leikvang í Laugardalnum sem myndi rúma allt að 25 þúsund manns.

Í dag birtist viðtal við landsliðsmann sem segir að það sé út hött að ekki sé uppselt á mikilvæga leiki gegn Albönum og Tyrkjum í Laugardalnum í undankeppni Evrópumótsins. Nú er völlurinn ekki of lítill lengur. En landsliðið þarf á góðum stuðningi að halda ef það á að geta fylgt eftir sínum góða árangri.

En svona er þetta á Íslandi, skorpan er búin, við höfum ekki meira úthald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“