fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Eurovision kostaði Íslendinga meira í ár en í fyrra

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 31. maí 2019 12:01

Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, á stóra sviðinu í Tel Aviv. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildarkostnaður við Söngvakeppnina og þátttöku Íslands í Eurovision í ár mun enda í um hundrað milljónum krónum. Þetta kemur fram í skriflegu svari Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, við fyrirspurn DV um kostnað RÚV við Eurovision í ár.

Í þessum kostnaði er meðtalinn kostnaður við atriði Hatara og starfsfólk sem kom að framkvæmd þess. Skarphéðinn telur að kostnaður fari ekki fram úr áætlun.

„Venju samkvæmt gerum við ráð fyrir að hann verði í samræmi við áætlanir sem gerðar hafa verið fyrir Söngvakeppni og Eurovision og að rekstur verkefnisins í heild, að teknu tilliti til tengdra tekna, komi til með að standa undir sér,“ segir Skarphéðinn.

Fylgdarlið Hatara í Tel Aviv taldi alls ellefu manns, þar af níu aðilar á vegum RÚV sem komu með beinum hætti að sjálfu atriðinu; umgjörð, útfærslu og flutningi þess, þar með taldir sexmenningarnir í Hatara-hópnum sem fluttu lagið á sviðinu. Starfsmenn RÚV í Tel Aviv voru átta talsins sem koma með beinum hætti að framkvæmdinni við þátttöku í keppninni, framleiðslu atriðisins sjálfs og annarri tengdri dagskrárgerð fyrir alla miðla RÚV bætir Skarphéðinn við.

Í fyrra nam kostnaður við þátttöku Íslands í Eurovision níutíu milljónum og er því kostnaður um tíu milljónum króna meiri í ár en í fyrra, en það var Ari Ólafsson sem var fulltrúi Íslands í Eurovision á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Í gær

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“