fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Cheryl hvarf fyrir 50 árum: Lögregla virðist loks búin að leysa málið

Lögregla handtók og kærði mann á miðvikudag

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 26. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar árið 1970 fór hin þriggja ára gamla Cheryl Grimmer á ströndina í Meadow í Wollongong í Ástralíu ásamt móður sinni og þremur bræðrum.

Það sem átti að verða dásamlegur dagur fyrir fjölskylduna varð að martröð þegar Cheryl hvarf sporlaust. Börnin fóru í sturtu eftir að hafa leikið sér á ströndinni en Cheryl sást aldrei koma aftur út úr stúlknaklefanum.

Ricki Grimmer, bróður Cheryl, segir við BBC að hann hafi horft á eftir systur sinni í örfáar mínútur en á meðan hafi hún horfið. Einhver nam hana á brott.

Þrátt fyrir umfangsmikla leit fannst Cheryl ekki og hefur hún raunar enn ekki fundist. Það var svo á miðvikudag að lögregla handtók mann sem grunaður er um aðild að málinu.

Umræddur maður er 63 ára og lá hann undir grun á sínum tíma, að því er ABC-fréttastofan greindi frá á föstudag. Lögregla hóf rannsókn á málinu aftur á síðasta ári og það varð til þess að þrjú vitni stigu fram sem sögðust hafa séð umræddan mann, sem þá var unglingur, á vappi fyrir utan stúlknaklefann um það leyti sem Cheryl hvarf.

Lögregla virðist viss í sinni sök því nú hefur maðurinn verið kærður fyrir mannrán og morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns