fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð stillti sér upp með Douglas Murray og Halldór hefur áhyggjur: „Hef kallað þetta Bannon-væðingu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. maí 2019 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfullrúi Pírata, er ekki hrifinn af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi stillt sér upp fyrir myndatöku með breska rithöfundinum og blaðamanninum Douglas Murray.

Halldór telur slíkt uppátæki vera hluta af því sem hann kallar Bannon-væðingu og tengir við Bandaríkjamanninn Steve Bannon, sem talinn er vera hönnuðurinn að vel heppnaðri kosningabaráttu Donalds Trump, sem kom honum í embætti forseta Bandaríkjanna. Steve Bannon hefur talað fyrir hægri popúlisma.

Halldór Auðar skrifar:

„Í Kastljósviðtali um daginn talaði Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, um svokallaða Bannon-væðingu íslenskra stjórnmála sem hún telur Miðflokkinn standa fyrir. Vísaði hún þar í aðferðafræði Steve Bannon, fyrrum hugmyndafræðing Trump sem meðal annars er þekktur fyrir gríðarlega harðlínu gagnvart múslimum og innflytjendum. Orðrétt sagði hún:

„Ég hef ákveðnar áhyggjur af því að ákveðin aðferðafræði sé að ná tökum á okkar samfélagi. Ég hef kallað þetta Bannon-væðingu. Við erum að upplifa það að íslenskir Steven Bannonar eru að spretta upp hér þar sem er beinlínis og markvisst verið að afvegaleiða umræðuna. Það er verið að halda fram rangfærslum nógu lengi til að sá efasemdarfræjum hjá fólki á grunni ótta.“

Miðflokkurinn gaf út yfirlýsingu þar sem þessi ummæli voru sögð Þorgerði Katrínu lítt sæmandi.

Hvað er þá hægt að segja um það að formaður flokksins stilli sér upp fyrir framan Alþingishúsið með Douglas Murray? Manni sem hefur satt best að segja afskaplega Bannon-legar skoðanir um að múslimar séu að eyðileggja Evrópu, og sótti meira að segja ráðstefnu um „Framtíð Evrópu“ hjá hinum stjórnlynda forseta Ungverjalands, Viktor Orbán – ásamt Steve Bannon.“

Douglas Murray flutti fyrirlestur í Hörpu í gær um bók sína, Dauði Evrópu, sem fjallar meðal annars um innflytjendamál. Nokkrir aðilar stigu fram og vildu að samkomunni yrði úthýst úr Hörpu vegna skoðana höfundarins á innflytjendamálum og íslam. Douglas segir sjálfur þessa gagnrýni fráleita enda séu skoðanir hans hófsamar skoðanir meirihlutans og hann sé ekki umdeildur maður. Hann kveðst jafnframt vera íhaldsmaður, svokallaður ný-íhaldsmaður, og ekki þjóðernissinni.

Sjá viðtal DV við Douglas Murray

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum