fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Eyjan

„Klausturfokk“ er ný drápa eftir Verkalýðs-Nínu – „Skrautmálgir þrífót sinn þrálátt þar nefna“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. maí 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónína Björg Magnúsdóttir, baráttukona frá Akranesi, hefur sent frá sér nýtt lag þar sem hún tekur Klausturmálið fyrir. Hún birtir lagið á Youtube og skrifar.

„Mér ofbauð allt Klaustursmálið sem aldrei virðist taka enda. Bára Halldórsdóttir hefur axlað og mun axla ábyrgð á upptöku sinni en þeir þingmenn sem sátu vel og lengi að sumbli á vinnutíma og ofbuðu gestum og gangandi og allri þjóðinni með talsmáta sínum, hafa fram að þessu ekki axlað ábyrgð orða sinna. Hverjir borga laun þeirra? Það eru jú þú og ég kæri meðborgari.“

Jónína öðlaðist landsfrægð árið 2015 þegar hún sendi frá sér lagið Sveiattan. Þar jós hún úr skálum reiði sinnar yfir stjórnendur HB Granda en Jónínu var algjörlega misboðið þegar hún og samstarfsfólk hennar fékk íspinna í bónus fyrir metafköst í frystihúsinu á Akranesi. Fékk hún í kjölfarið gælunafnið Verkalýðs- Nína, þar sem hún þótti holdgervingur þess ranglætis sem fiskverkunarfólk mátti þola, en HB Grandi sagði að lokum upp öllum starfsmönnum í landvinnslu á Akranesi. Á svipuðum tíma hafði stjórn HB Granda ákveðið arðgreiðslur til eigenda sinna upp á 2,7 milljarða króna.

Hægt er að hlusta á nýja lagið í myndbandinu hér að neðan og textinn fylgir þar fyrir neðan:

Sér grefur gröf sem grefur – orðsporsdrápa

Hér innan kaldra klausturveggja

kunnugleg hljóð frá borði þar berast.

Skörungar sitja og mæla mikið,

skrautmálgir þrífót sinn þrálátt þar nefna.

Mjöðurinn þurrar kverkar vætir

óhljóð og ískur og orðræður eflast.

 

Kvensnift þar ein í horni húkir

háðungsorðræða eyrum ofbýður.

Upptekur viðbjóð og viðurstyggð.

Af óhróðri í bylgjum hulu af sviptir,

í dagsljósið dregur ósómans æru.

Þingmannsins orðspor þar með deyr.

 

Lag: Grafskrift

Texti: Jónína Björg Magnúsdóttir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?