fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

KSÍ safnar gögnum eftir rasísk ummæli Björgvins: Líkur á að honum verði refsað

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. maí 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ safnar nú gögnum í máli Björgvin Stefánssonar, eftir að hann lét rasísk ummæli falla í gær. Þetta staðfesti hún í samtali við 433.is.

Björgvin, leikmaður KR í Pepsi Max-deild karla, lét ummælin falla í beinni útsendingu á Haukar TV í gær. Björgvin sá um að lýsa leik Hauka og Þróttar R. á Haukar TV en þau lið áttust við í Inkasso-deild karla.

Björgvin er fyrrum leikmaður Hauka en hann tjáði sig um Archange Nkumu, leikmann Þróttar. ,,Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin.

Björgvin baðst afsökunar á ummælunum skömmu eftir að þau féllu. Ákvæði eru í reglugerð KSÍ sem gera framkvæmdarstjóra, heimilt að vísa málinu til aga og úrskurðarnefndar.

Klara þarf fyrst að bíða eftir skýrslu dómara og eftirlitsmanns en ólíklegt er að eitthvað um mál Björgvins komi fram þar, þau gögn þurfa hins vegar að liggja fyrir áður en Klara tekur ákvörðun í málinu.

,,Eins og staðan er núna erum við að safna gögnum, knattspyrnan fordæmir alla mismunun,“ sagði Klara við 433.is og vitnaði í reglugerð 21.1.

Rasísk ummæli Björgvins gætu því orðið til þess að hann fær leikbann í Pepsi Max-deild karla.

Reglugerð KSÍ:
21.1. Framkvæmdastjóra KSÍ er heimilt að vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað
geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið
fram í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanns á leiknum en geta verið hvers kyns
ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?
433Sport
Í gær

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Í gær

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Í gær

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“