fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Jón Ársæll fór í vændishús 12 ára: „Ég var bænheyrður, og þetta sannar mátt bænarinnar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2019 15:40

Jón Ársæll Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn  Jón Ársæll Þórðarson segist hafa átt litríka æsku meðal annars vegna þess að hann var 12 ára á togara. Það varð til þess að hann fór með skipsfélögum sínum á vændishús í Þýskalandi. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum Mannamál sem sýndur er á Hringbraut.

Jón Ársæll segist þó ekki hafa keypt sér vændi sem gutti. „Svo fékk ég að fara með félögunum á mellubúllurnar í Bremerhaven og Kuchshaven í Þýskalandi. Þar man ég eftir því einhvern tíma að við vorum á búllu og þeir voru allir farnir skipsfélagar mínir, eitthvert upp einhverja stiga, pilsfaldar. Ég sit bara einn með bjórkönnuna þarna. Ég hafði á þeim tíma mikinn áhuga á því að safna, ég safnaði bjórmottum sem maður hefur undir og var kominn með helvíti mikinn stafla af bjórmottum,“ segir Jón Ársæll í viðtalinu

Kvöldi hans var þó ekki lokið. „Ég asnast til að rangla út í nóttina og er bara staddur allt í einu í stórborginni, með bjórmottustaflann, í miðju rauða hverfinu, týndur. Regnvot stræti og myrkur. Hvað á ég að gera? Ég veit ekki í hvaða átt höfnin er einu sinni. Þetta er stærsta borg sem ég hafði komið til,“ segir Jón Ársæll.

Hann dó þó ekki ráðalaus og fór með Faðir vorið. „Nema hvað, ég bregð á það ráð að fara bara með Faðir vorið. Það var það eina sem mér datt í hug. Ég fer bara með þetta eins og mér hafði verið kennt við móðurkné. Viti menn, ég er ekki fyrr búinn með bænina að það kemur fljúgandi maður út úr húsi, það var kastað manni út úr húsi, það er Doddi skipsfélagi minn. „Ha, Nonni, ert þú hérna?“ Ég var bænheyrður, og þetta sannar mátt bænarinnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð