fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Gerðu grín að Hatara: „Hentuð Palestínumönnum út með hamari Þórs árið 48 f.Kr“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. maí 2019 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensku Eurovisionfararnir í Hatara voru teknir fyrir í gamanþætti á ísraelsku sjónvarpsstöðinni  Eretz Nehederet,  þar sem stólpagrín var gert af nokkrum Eurovision-atriðum svo sem Íslandi, Frakklandi, San Marínó og Ástralíu. Þegar Hatarar voru teknir fyrir var gríninu beint að BDSM klæðaburði þeirra og því þegar þeir veifuðu Palestínska-fánanum.

Í atriðinu koma tveir fulltrúar Hatara og taka upp palestínska og ísraelska fána. Þeir segja svo við þáttastjórnanda:

„Þú getur ekki kennt okkur. Við vitum allt um ykkar átök. Þið komuð hingað á víkingaskipunum ykkar og hentuð Palestínumönnum út með hamari Þórs árið 48 fyrir Krist.“

Síðan er gert grín af klæðaburði Hatara og gefið til kynna að þeir þurfi aðstoð til að komast úr fötunum.

„Ég þarf lásasmið til að komast úr þessum fötum“

Að endingu spyr þáttastjórnandi:

„Vegna mótmæla ykkar þá vitið þið væntanlega að EBU eru nú að íhuga að refsa Íslandi. Hafið þið engar áhyggjur af því?“

Og ekki stendur á svörum frá Hatara:

„Sérðu ekki hvernig við erum klæddir? Við erum óðir í refsingar“

Hér að neðan má sjá brotið með Hatara-gríninu sem notandinn Gaberoonie deildu og textaði

 

ESC 2019 Parody Part 4: Hatari (Israeli television Eretz Nehederet) from r/eurovision

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Í gær

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi