fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Gerðu grín að Hatara: „Hentuð Palestínumönnum út með hamari Þórs árið 48 f.Kr“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. maí 2019 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensku Eurovisionfararnir í Hatara voru teknir fyrir í gamanþætti á ísraelsku sjónvarpsstöðinni  Eretz Nehederet,  þar sem stólpagrín var gert af nokkrum Eurovision-atriðum svo sem Íslandi, Frakklandi, San Marínó og Ástralíu. Þegar Hatarar voru teknir fyrir var gríninu beint að BDSM klæðaburði þeirra og því þegar þeir veifuðu Palestínska-fánanum.

Í atriðinu koma tveir fulltrúar Hatara og taka upp palestínska og ísraelska fána. Þeir segja svo við þáttastjórnanda:

„Þú getur ekki kennt okkur. Við vitum allt um ykkar átök. Þið komuð hingað á víkingaskipunum ykkar og hentuð Palestínumönnum út með hamari Þórs árið 48 fyrir Krist.“

Síðan er gert grín af klæðaburði Hatara og gefið til kynna að þeir þurfi aðstoð til að komast úr fötunum.

„Ég þarf lásasmið til að komast úr þessum fötum“

Að endingu spyr þáttastjórnandi:

„Vegna mótmæla ykkar þá vitið þið væntanlega að EBU eru nú að íhuga að refsa Íslandi. Hafið þið engar áhyggjur af því?“

Og ekki stendur á svörum frá Hatara:

„Sérðu ekki hvernig við erum klæddir? Við erum óðir í refsingar“

Hér að neðan má sjá brotið með Hatara-gríninu sem notandinn Gaberoonie deildu og textaði

 

ESC 2019 Parody Part 4: Hatari (Israeli television Eretz Nehederet) from r/eurovision

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð