fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Gífurleg umferðarteppa núna: „Ég er búin að vera föst á Suðurlandsbraut í klukkutíma“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. maí 2019 17:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessum skrifuðum orðum er gífurleg umferðarteppa frá Skútuvogi til Skeifunnar og sér ekki fyrir endann á henni. Ástæðan eru malbikunarframkvæmdir. Sjá má má bílaröð langt eftir Suðurlandsbrautinni í austurátt, sem mjakast ekki úr stað. „Ég er búin að vera föst í klukkutíma á Suðurlandsbrautinni,“ sagði kona sem hafði samband við DV.

Margir drepa tímann og fara í snjallsíma sína til að segja frá ástandinu. Ástæðan fyrir því eru malbiksframkvæmdir og ein kona skrifar á Facebook:

„Sá sem skipulegggur malbiksframkvæmdir báðum megin við Voga/Heima/Sund á háannatíma ætti kannski að hugsa málið.“

Önnur skrifar:

„Er búin að vera í 25 mín á leið út af bílaplani Húsasmiðjunnar í Skútuvogi út af umferðarteppu dauðans. Já, ég er búin að hringja í RUV“

Uppfært 17:50

DV náði sambandi við síðastnefndu konuna og var hún þá komin heim. Hún sagðist hins vegar hafa verið föst í umferðarteppunni í um eina og hálfa klukkustund.

Uppfært kl. 18: 15

Umferðarhnúturinn hefur loksins losnað. DV hafði tal af öðrum ökumanni sem var kominn heim og var einnig eina og hálfa klukkustund í teppunni. Spurning er hvort framhald verði á uppákomum sem þessum, enda háannatími malbiksframkvæmda  hafinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Í gær

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Í gær

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“