fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Gert að sæta nálgunarbanni eftir dreifingu hefndarkláms – Sendi 121 tölvupóst á 235 viðtakendur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 21. maí 2019 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að karlmanni yrði gert að sæta nálgunarbanni. Maðurinn er grunaður um ofbeldi gagnvart barnsmóður sinni sem og barni.

Barnsmóðir mannsins hefur kært hann fyrir heimilisofbeldi og kynferðisbrot. Greinir hún svo frá að eftir að hún hafi slitið sambandi við barnsföður sinn hafi hann farið að dreifa hefndarklámi í formi mynda sem hann hafi tekið af henni á meðan á sambandi þeirra stóð.

Samkvæmt rannsókn lögreglu sendi maðurinn 121 tölvupósta á tímabilinu 4. febrúar til 29. mars á 234 mismunandi tölvupóstföng. Tölvupóstarnir innihéldu nektarmyndir af barnsmóður hans.  Háttsemin falli undir andlegt ofbeldi og sér sérstaklega meiðandi. Sendi hann sömuleiðis afrit af öllu póstunum á barnsmóður sína.

Í úrskurði segir að þegar barnsmóðirin hafi beðið manninn að flytja af heimili þeirra hafi hann „tryllst, sparkað í síðuna á henni og hellt yfir hana mjólk og slegið son þeirra [X] ára, kinnhesti er hann reyndi að stöðva föður sinn.

Talið var að nálgunarbann væri vægasta úrræðið til að reyna að tryggja frið konunnar, en maðurinn hafði fært lögheimili sitt til hennar eftir að rannsókn lögreglu hófst og sendi henni ýmis skilaboð sem lögregla taldi fela í sér andlegt ofbeldi og blygðunarsemisbrot.

Á meðan á nálgunarbanni stendur yfir má maðurinn ekki koma á eða nálægt heimili hennar, eða ekki nær en því sem nemur 50 metra radíus umhverfis heimilið. Þessi lengdarmörk gilda líka um vinnustað hennar. Hann má heldur ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða hafa samband við hana með síma, í gegnum samfélagsmiðla, í tölvupóst eða með öðrum hætti. Nálgunarbannið er til sex mánaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum
Fréttir
Í gær

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa