fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Uppsagnir hjá Íslandsbanka í dag: „Erum að færa ráð­gjafa­þjónustuna í önnur úti­bú“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. maí 2019 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls 16 manns var sagt upp hjá Íslandsbanka í morgun, samkvæmt Fréttablaðinu. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, segir þær tengdar hagræðingaraðgerðum bankans, en sagt var upp fólki í ýmsum deildum innan bankans:

„Partur af þessu eru breytingar á úti­búum í Höfða og í Granda þar sem núna verður hægt að nálgast ein­faldari ráð­gjöf. Við erum að færa ráð­gjafa­þjónustuna í önnur úti­bú.“

Minni hagnaður en í fyrra

Hagnaður allra þriggja stóru viðskiptabankanna dróst saman árið 2018. Mest hjá Arion banka, sem hagnaðist um 7,8 milljarða, sem er um helmingi minni hagnaður en árið á undan.

Þá kemur Íslandsbanki, sem hagnaðist um 10,6 milljarða 2018, en 13,2 milljarða árið 2017.

Landsbankinn stóð sig best, hagnaðist um 19,3 milljarða 2018, en 19,8 milljarða 2017.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, þénaði 56,9 milljónir í fyrra í föstum launum og árangurstengdar greiðslur voru 3,9 milljónir. Heildarlaunin voru því 63,5 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum