fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Nærri helmingur nýrra höfuðstöðva Landsbankans verður leigður út

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. maí 2019 17:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirhuguð bygging nýrra  höfuðstöðva Landsbankans á Austurbakka, sem verður 16.500 fermetrar, mun kosta um níu milljarða. Landsbankinn hyggst þó aðeins nota um 60% af byggingunni, afgangurinn verður leigður út sem nýtast mun fyrir verslanir og aðra þjónustu.

Þetta kom fram á kynningu Halldóru Vífilsdóttur, arkitekt og verkefnisstjóra Landsbankans, á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur á föstudag og greint er frá á vef Reykjavíkurborgar.

„Markmiðið með flutningi Landsbankans í nýtt hús við Austurbakka í Reykjavík er að ná fram hagræðingu, auka skilvirkni og mæta kröfum um breytt vinnulag í fjármálaþjónustu,“

sagði Halldóra, en Landsbankinn hefur verið gagnrýndur fyrir kostnaðinn af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, sem sagði:

„Hvernig í veröldinni getur almenningur sætt sig við að ríkisbanki telur sig þurfa að staðsetja sig á dýrasta stað bæjarins þegar fyrir liggur að glæsileg 16.000 fm. Skrifstofubygging í Kópavogi ásamt 9.000 fm. Bílakjallara stendur tóm og er til sölu samkvæmt heimasíðu ÞG verktaka á 3,6 milljarða. Er snobbið fyrir fjármálafyrirtækjum orðið svo yfirgengilegt að ekkert dugi nema rándýrar gullslegnar glerhallir á dýrustu stöðum undir starfsemi sem skilar engum raunverulegum verðmætum til samfélagsins?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben