fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Madonna og Hatari héldu landsmönnum frá salerninu: Miklu minni vatnsnotkun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. maí 2019 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkar mikið á meðan Eurovision stendur. Í gærkvöld var hún síðan í lágmarki á meðan Hatari, Madonna og Måns Zelmerlöw stigu á svið, samkvæmt fréttatilkynningu frá Veitum. Þar segir enn fremur:

„Vatnsnotkunin minnkar svo stöðugt allan tímann á meðan á keppninni stendur, tekur góða dýfu niður á við á meðan Hatari er á sviði sem og þegar úrslit eru tilkynnt. Við sjáum líka að vatnsnotkun minnkar nokkuð þegar Madonna flytur sitt atriði sem og þegar Måns Zelmerlöw stígur á svið, en hann þykir mikið sjarmatröll. Hvort það, eða tónlistarflutningur hans, sé ástæðan skal ósagt látið.“

Eins og nærri má um geta höfðuðu auglýsingarnar ekki eins mikið til landsmanna og þessir frábæru listamenn:

„Vatnsnotkunin eykst í auglýsingahléum eins og búast má við en leiða má líkum að því að margir hafi nýtt tækifærið og létt á sér á meðan á þeim stóð. Þegar útsendingunni lýkur vex notkunin hratt og fer aftur upp í það sem eðlilegt má teljast á laugardagskvöldi.“

Í lok fréttatilkynningarnir er minnt á mikilvægi vatnsverndar:

„Við erum svo heppin að þar er að fá nægt vatn fyrir alla borgarbúa til langrar framtíðar, jafnvel alveg þar til Ísland vinnur í Eurovision. Það á þó aðeins við ef okkur ber gæfa til að vernda þessa dýrmætu auðlind fyrir þeim fjölmörgu ógnum sem að henni steðja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum
Fréttir
Í gær

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“