Eins og við greindum frá í morgun kviknaði eldur í rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK-200 í gærkvöld. Var eldurinn í vélarrúmi skipsins. Átta voru um borð en skipið var statt um 90 sjómílur norður af landinu. Laust fyrir miðnætti kom togarinn Múlaberg og TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, á vettvang.
Fimm úr áhöfn varðskipsins Týs fóru um borð í Sóleyju Sigurjóns á sjötta tímanum í morgun til að kanna aðstæður. Reykkafarar varðskipsins fóru niður í vélarrúmið en þar var allt orðið kalt og enginn merki um hita eða reyk. Áhöfnin á TF-LIF gisti á Akureyri í nótt en af öryggisástæðum var ákveðið að þyrlan yrði til taks fyrir norðan. Múlaberg dregur nú Sóleyju Sigurjóns til hafnar á Akureyri.
Meðfylgjandi eru myndir sem Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Tý, tók í morgun
Í eldri frétt má einnig sjá magnaðar myndir frá vettvangi.Sjá hér.