fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Byssumaðurinn í Fossvogi ófundinn

Lögreglan fann skothylki í læk í Fossvogsdal

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 22. mars 2017 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir nokkra leit fundum við skothylki ofan í læknum,“ segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri, en lögreglan var með mikinn viðbúnað Kópavogsmegin við Fossvogsdal í gærkvöldi.

Sá mann með skammbyssu

Tilkynning um skothvell barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 20:30 í gærkvöldi. Þá hafði maður sem var að viðra hundinn sinn í Fossvogsdal, fyrir neðan Reyni- og Birkigrund í Kópavogi, heyrt skothvell og séð karlmann á hlaupum með eitthvað sem hann taldi vera skammbyssu.

Að sögn Gunnars var lýsingin á manninum, sem er grunaður um að hafa skotið úr vopninu, nokkuð ójós: „Það var kolniðamyrkur svo vitnið sá hann illa. Það eina sem við vitum er að hann var dökkklæddur.“

Í framhaldinu fóru fimm lögreglubílar á vettvang. Þar af einn frá sérsveit ríkislögreglustjóra. Eftir nokkra leit í hverfinu fannst skothylki ofan í læk í Fossvogsdal. „Það bendir allt til þess að einhver hafi hleypt af skotvopni. Að öllum líkindum skammbyssu.“

Byssumaðurinn ófundinn

Meintur byssumaður er þó enn ófundinn en það er skýrt brot á vopnalögum að vera með vopn í þéttbýli. „Rannsókn er komin með málið og vonandi kemst einhver botn í það.

Gunnar vill jafnframt koma því á framfæri að atvikið tengist hvorki uppákomu í hverfinu, sérstöku heimili eða atvinnuhúsnæði. „ Mögulega var einhver að fikt með skotvopn og hleypti af byssunni ofan í þennan læk eða í dauðan hlut og lét sig svo hverfa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Í gær

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt