fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Þekktustu strigakjaftar íslenskra stjórnmála í Eyjunni: Seðlabankinn liggur undir alvarlegum ásökunum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 31. mars 2017 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla að ræða við tvo alþingismenn, varaþingmann og varaformann Vinstri grænna Björn Val Gíslason og Brynjar Níelsson, einhverja þekktustu strigakjaftar íslenskra stjórnmála,“ sagði Björn Ingi Hrafnsson og hló þegar hann hóf þátt sinn Eyjan sem sýndur er á ÍNN og bætti við: „Ég bara varð að segja þetta.“ Síðan sneru þremeningarnir sér að alvarlegri málum.

Brynjar Níelsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna voru gestir hjá Birni Inga Hrafnssyni í þættinum Eyjan í gær. Brynjar er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis en Björn Valur á í dag sæti í bankaráði Seðlabanka Íslands. Í þættinum var rifjuð upp heimsókn Más Guðmundssonar í þáttinn viku áður.

Björn Ingi benti á að bankaráð Seðlabankans hefði sett ofan í við Má fyrir að hann færi í ítrekuð viðtöl á Eyjunni og ræddi þar mál sem væru í gangi. Björn Ingi spurði Björn Val bankaráðsmann í Seðlabankanum af hverju bankaráðið hefði átalið seðlabankastjóra. Björn Valur svaraði:

„Ég ætla ekki að ræða það sem við gerum í bankaráði umfram þetta sem hefur komið fram þ. e. a. s. þetta gagn er komið þarna fram. Ég held að ástæðan hafi bara verið sú að það sé ekki gott, hvorki fyrir starfsmenn bankans, bankaráð eða stjórnendur að vera að ræða málefni einstakra aðila, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki. Ég held það sé bara ágætt fyrir banka af þessu tagi, þ. e. a. s. Seðlabanka Íslands í þessu tilfelli, að sleppa því. Ég ætla nú að gera það hérna. Það getur ýmislegt verið sagt í hita leiksins sem kann að hafa áhrif á mál frá báðum hliðum og menn misskilja og mistúlka og geta haft sínar skoðanir á því hvar sem er,“

Þá var rætt um mál Gjaldeyriseftirlits Seðlabankans sem hefur sakað Samherja um að hafa brotið gjaldeyrislög. Eina sem kom út úr því var stjórnvaldssekt. Um það sagði Björn Valur:

„Já, já. Þetta er stórt fyrirtæki sem þarna um ræðir. Eitt af stærstu fyrirtækjum landsins og gríðarlega umfangsmikið með starfsemi víða um heim. Jú, það má auðvitað segja það þegar eftirtekjan er sú að það er beitt stjórnvaldssekt upp á nokkrar milljónir, þá hafi málið allavega ekki endað með þeim hætti sem lagt var af stað með.“

Miklar ásakanir hafa verið settar fram í Samherjamálinu. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði þetta að segja.

„Það sem kannski er alvarlegi hlutinn er það að í raun og veru er Seðlabankinn sakaður um það að hafa brotið reglur og lög, meira að segja sem gæti varðað refsingum. Þegar slíkar ásakanir eru uppi þá eru þær mjög alvarlegar.“

Hér fyrir neðan má horfa á innslagið í heild sinni:

Eyjan 30. mars – þriðji hluti from inntv on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“