fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Leitar að sveinsstykki föður síns

Fór óvart á Sorpu fyrir tveimur vikum – Var að öllum líkindum seldur í Góða hirðinum

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 28. mars 2017 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég lýsi eftir húsgagni sem ég lét óvart frá mér. Sveinsstykki sem pabbi minn smíðaði,“ segir Rebekka Pétursdóttir í stuttri auglýsingu sem nú er dreift víða á samfélagsmiðlum. Pétur, faðir Rebekku, lést nýverið og því er skápurinn henni afar kær. „Skápurinn fór óvart með í ferð í Sorpu á Dalvegi (Góða hirðinn) fyrir tveimur vikum. Ég fékk þær upplýsingar í Góða hirðinum að hann væri að öllum líkindum seldur,“ segir Rebekka í auglýsingunni.
Hún biður fólk að hafa augun opin fyrir skápnum og endilega láta hana vita hvar hann er niðurkominn. Þá segist hún vera tilbúinn að borga fyrir skápinn ef einhver keypti hann. Síminn hjá Rebekku er 865-0613.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt