fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Ofbeldið í Grafarvogi einungis pústur: „Gerandi taldi sig eiga óuppgerðar sakir“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2019 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á meintri árás hóps ungmenna á ungling í Langarima í Grafarvogi þann 21. apríl síðastliðinn. Málið vakti nokkra athygli en í fjölmiðlum var atvikið sett í samhengi við að fórnarlambið væri erlent. Samkvæmt lögreglu virðist það þó ekki hafa verið ástæða slagsmálanna.

Í yfirlýsingu lögreglu segir: „Virðist sem um pústra hafi verið að ræða þar sem gerandi taldi sig eiga óuppgerðar sakir. Brotaþoli varð ekki fyrir áverkum. Engar kröfur eru uppi í málinu.“ Sigurður Hólm Gunnarsson, forstöðumaður hjá Barnavernd, varð vitni að atvikinu og lýsti því á Facebook. „Ég sá hóp af ungum mönnum ráðast að einum með ofbeldi og aðra taka það upp á símann sinn,“ sagði Sigurður.

Sjá einnig: Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Samkvæmt Sigurði var drengurinn kallaður „skítugur útlendingur“ og var honum skipað að sleikja skóna sína af hinum krökkunum. Þegar hann neitaði þeim fyrirmælum var ráðist á hann og fékk hann högg í andlitið.

Lögregla segir í yfirlýsingu að Barnaverndaryfirvöld voru upplýst um allar rannsóknaraðgerðir lögreglu. „Rætt var við fimm ungmenni að foreldrum viðstöddum, sem veittu alla þá aðstoð sem hægt var til að upplýsa um málsatvik. Gerandi og þolandi eru báðir undir sakhæfisaldri,“ segir í yfirlýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”