fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. apríl 2019 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur íslenskra unglingspilta plötuðu dreng af erlendum uppruna til að hitta þá hjá verslunarkjarna í Grafarvogi þar sem þeir biðu eftir honum til þess að ráðast á hann. Þegar drengurinn mætti á svæðið beið hans hópur af drengjum á aldrinum 13 til 15 ára.

Sigurður Hólm Gunnarsson, forstöðumaður hjá Barnavernd, keyrði fram hjá og skarst í leikinn. „Ég sá hóp af ungum mönnum ráðast að einum með ofbeldi og aðra taka það upp á símann sinn,“ segir Sigurður í færslu sem hann birti á Facebook. Hann skarst í leikinn og segir strákana hafa rifið kjaft og sagt honum að málið kæmi honum ekki við. Þá hafi hann hringt í lögregluna.

Samkvæmt Sigurði var drengurinn kallaður „skítugur útlendingur“ og var honum skipað að sleikja skóna sína af hinum krökkunum. Þegar hann neitaði þeim fyrirmælum var ráðist á hann og fékk hann högg í andlitið.

Sigurður beið með drengnum þangað til að lögreglan mætti og sinnti málum. „Hann var skíthræddur og bað mig um að fara ekki. Ég ætlaði nú ekkert að fara. Þetta var ljótt að sjá.“

Segir þá Sigurður að hann hafi séð nokkra bíla keyra fram hjá atvikinu, en hann minnir á það hversu mikilvægt er að stoppa svona. „Þetta blasti við öllum sem keyrðu fram hjá. Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta. Það má aldrei gera ráð fyrir að einhver annar geri eitthvað. Miðað við hvernig ástandið var á þeim þegar ég stoppaði þá hefði þetta geta farið illa,“ segir Sigurður og tekur fram að drengurinn hafi ekki slasast alvarlega, en hefði auðveldlega getað farið svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“