fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Leifsstöð fær slæma útreið í nýrri rannsókn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvaða flugvöllur er bestur í heiminum, hver er verstur og hvar á milli lendir Leifsstöð? Þessari spurningu er reynt að svara hvað árið 2019 varðar í nýrri rannsókn, en segja má að flugvöllur okkar Íslendinga í Keflavík komi einstaklega illa út úr henni.

Rannsóknin var á vegum AirHelp, fyrirtæki sem aðstoðar farþega flugfélaga með bótakröfur vegna seinkana, afbókana og yfirbókana. Rannsóknin náði til 72 flugfélaga og 132 flugvalla og byggði á 40 þúsund umsögnum farþega.

Flugvellirnir fá einkunnir fyrir mismunandi atriði: Hvort flugáætlanir standist, hver gæði þjónustunnar séu og úrval af mat og verslun. Keflavíkurflugvöllur kemur ekki vel út í rannsókninni og lendir í 102. sæti af 132. Lægstu einkunnina fær hann fyrir tímaáætlanir eða 6,2 af 10 mögulegum. Heildareinkunn er rétt rúmlega 7 af 10.  Það eru því aðeins 30 flugvellir á listanum sem teljast verri en aðalflugvöllur okkar Íslendinga.

Á toppnum trónir Hamad flugvöllurinn í Katar með 8,39 af 10 mögulegum. Þar á eftir kemur alþjóðlegi flugvöllurinn í Tókýó, Japan, sem er einnig með 8,39, og í þriðja sæti er alþjóðlegi flugvöllurinn í Aþenu, Grikklandi, með 8,38.

Verstur, samkvæmt rannsókninni, er Portela flugvöllurinn í Portúgal með einkunnina 5,77. Rétt fyrir ofan hann er flugvöllurinn í Kúveit með 5,78 og aðeins ofar er flugvöllurinn í hollensku borginni Eindhoven með 5,92.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt