Paul Pogba, miðjumaður Manchester United er ekki uppáhald blaðamanna á Englandi, hann getur legið vel við höggi.
Pogba er iðulega í fréttum á neikvæðum nótum en í gær, gerði hann fallegt góðverk.
Pogba heimsótti þá mjög veikan ungan dreng, hann er bróðir Sam Morgan. Sá er að verða frægur í Englandi fyrir að redda fötum á ríka knattspyrnumenn. Föt sem er erfitt er að fá, þau getur Morgan fengið og Pogba er viðskiptavinur hans.
,,Pogba þarf að fá þá virðingu sem hann á skilið,“ skrifar Morgan á Instagram.
,,Hlutirnir sem Pogba hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína eru ótrúlegir, ég er orðlaus.“
,,Pogba sendi mér í gær, hvernig bróðir minn hefði það. Ég sagði honum að væri enn á spítala að berjast, hann bað mig um heimilisfangið og sagðist koma á morgun.“