fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Isavia leyfði skuld WOW að magnast – Vildu ekki stuðla að gjaldþroti félagsins

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. maí 2019 09:01

Skúli er ekki sáttur við störf Sveins Andra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WOW air skuldaði Isavia rúman milljarð króna undir lok júlímánaðar á síðasta ári, en í upphafi mánaðarins veitti stjórn Isavia forstjóranum heimild til tveggja milljarða lántöku. Er lánaheimildin nefnd rekstrarlánalína og/eða yfirdráttarlán í stjórnarsamþykktinni.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu í ítarlegri úttekt á málefnum WOW og Isavia í dag.

Isavia gerði kröfu um að ein vél frá WOW yrði ávallt til staðar í Keflavík, sem veð, en Air Lease Corporation (ALC) sem á vélina sem um ræðir, hefur lagt fram aðfararbeiðni gegn Isavia og krefst þess að vélin verði afhent þeim tafarlaust. Verður málið flutt munnlega fyrir héraðsdómi Reykjaness í dag, en ágreiningsefnið er hvort heimilt sé að kyrrsetja eign þriðja aðila, sem tryggingu skuldar WOW gagnvart Isavia.

Í fundargerðum stjórnar Isavia kemur fram að fyrirtækið hafi ekki viljað verða þess valdandi að WOW færi á hausinn og taldi að ákvæði í lofferðalögum tryggði skuld WOW við Isavia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt