fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Möndlupoki kostar 215 krónur í Bónus en 990 krónur í lundabúð: „Ekkert annað en þjófnaður um hábjartan dag“

Mörg hundruð prósenta álagning

Auður Ösp
Miðvikudaginn 22. mars 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að íslensku sælgæti sé pakkað í erlendar umbúðir og selt með mörg hundruð prósenta álagningu til erlendra ferðamanna. Á vefnum Must see in Iceland eru erlendir ferðamenn sérstaklega varaðir við því að kaupa íslenskt sælgæti á uppsprengdu verði í mingjagripabúðum. Greinarhöfundur tekur sem dæmi að í einni ónefndri lundabúð hafi verið til sölu 150 gramma poki af Freyjumöndlum. Búið var að setja möndlurnar í aðrar umbúðir undir nafninu Lava Sparks. Pokinn kostaði 990 krónur á meðan hefðbundinn möndlupoki í Bónus kostar 215 krónur. Mismunurinn er 775 krónur eða 360 prósent.

Álíka verðmunur er á poka af Djúpum. Í Bónus kostar 150 gramma poki af sælgætinu 298 krónur á meðan 232 prósent dýrari í ónefndri minjagripabúð- þar sem sælgið hefur verið sett í nýjar umbúðir undir nafninu Lundaegg ( Icelandic Puffin Eggs.)

Sama gildir poka af sterkum Djúpum en í hinni ónefndu minjagripabúð er það markaðsett sem Íslensk hestaspörð („Icelandic horse Doo Doos“) og kostar 150 gramma poki 990 krónur. Venjulegur poki og sama magn kostar hins vegar aðeins 249 krónur í næstu Bónusverslun.

„Gerið okkur þann greiða að versla frekar sælgæti í lágvöruverðsverslunum. Sparið mismuninn og nýtið frekar í að upplifa ótrúlega hluti í dásamlega landinu okkar. Þessi sælgætisbellibrögð eru ekkert annað en þjófnaður um hábjartan dag,“ segir jafnframt í umræddri grein Must see in Iceland.

Um er að ræða minjagripasælgæti sem fyrirtækið Ísland Treasures kaupir af íslenskum framleiðendum á borð við Freyju og Kólus og setur í nýjar umbúðir fyrir erlenda ferðamenn líkt og fram í grein DV í apríl síðastliðnum þar sem fjallað var um gríðarleg álagning á neysluvöru í minjagripaverslunum. Framkvæmdastjóri Ísland Treasures hefur áður lýst því í viðtali við DV að álagning verslananna ráði mestu um verðið. Þegar poki af Lava Sparks möndlum kostaði 879 krónur, árið 2014, upplýsti hún að fyrirtæki hennar seldi verslunum vöruna á 420 krónur. Mismunurinn væri því álagning verslana.

DV greindi einnig í febrúar síðastliðnum frá sambærilegu okri á erlendum ferðamönnum. Sem dæmi má nefna að munað getur 105 prósentum á kílóverði á íslenskum harðfiski þar sem verðmunurinn er einungis útskýrður með því að sumum er pakkað í umbúðir sem eiga að höfða til erlendra ferðamanna en hinum ekki. Kílóverðið á harðfisksbitunum Icelandic Dry Fish, sem seldir eru í 30 gramma dósum, í verslunum 10-11 er 26.633 krónur. Algengt kílóverð á sambærilegum bitaharðfiski í verslunum er um átta þúsund krónur.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í samtali við DV sagði Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna að Íslendingar yrðu að hugsa sinn gang og láta ekki græðgina heltaka sig gagnvart erlendum ferðamönnum.

„Við megum ekki verða einhvers konar kúrekar þegar kemur að þessum ferðaiðnaði. Ég hef áhyggjur af því að við séum þegar farin að geta okkur misjafnt orð sem þjóð sem geri út á okur á útlendingum. Það er ekkert sniðugt og mér finnst ekki mjög geðfellt að okra á túristum,“

sagði Ólafur og bendir jafnframt á að þetta vandamál við túrismann gæti einnig orðið vandamál fyrir íslenska neytendur.

„Við sjáum til dæmis að verðlag á veitingahúsum á Íslandi er að verða háskalega hátt og það er auðvitað út af túrismanum, svo við verðum að gæta okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi