fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Guðmundur er ekki fórnarlamb: „Ég bið fólk að hugsa um sig sjálft: er verið að grilla í mér?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi í gær frá óskemmtilegri reynslu þingmannsins Guðmunds Andra Thorssonar í Hagkaup þar sem maður hélt reiðilestur yfir honum og kallaði hann samfylkingardrullu. Á Facebook lýsti  hann því að hann hafi þarna mætti netbræðinni í raunveruleikanum og varð mikið um. Í dag greinir Guðmundur frá því á Facebook að sú athygli sem frásögn hans fékk hafi komið honum á óvart.  Hann bendir á að markmið færslunnar hafi ekki verið að gera sjálfan sig af fórnarlambi heldur að vekja athygli á þeim manni sem hann hitti fyrir. Virkan í athugasemdum í persónu.

„Í gær sagði ég frá kyndugri reynslu í búðarferð en áttaði mig satt að segja ekki á því að sú litla lýsing myndi vekja athygli umfram aðrar eða fara um þræði netsins eins og raunin varð. Ekki víst að ég hefði fært þetta til fésbókar ef ég hefði áttað mig á því enda hef ég aldrei viljað útmála mig sem fórnarlamb eins eða neins, eins og mér virðist að einhverjir vilji skilja þessa færslu. Alls ekki. Ég er sæll og glaður að vanda.“

Guðmundur bendir á að margir hafi lent í mun verra aðkasti en hann lenti í í Hagkaup. Atvikið hafi átt sér stað í afar hversdagslegum kringumstæðum, verslunarferð í Hagkaup.

„Þetta var lýsing á ógnandi framkomu. Færslan snerist með öðrum orðum ekki um mig að öðru leyti en því að lýsa undrun minni yfir að hitta augliti til auglits sjálfan „Virkan í athugasemdum“ sem leit út eins og hver annar maður að versla. Færslan snerist um hann.“

Guðmundur biður fólki því að hugsa ekki um hann sjálfan í frásögninni heldur þau mörk sem við setjum, eða ættum að setja okkur í samskiptum við aðra. Jafnvel þó samskiptin séu við opinberar persónur eins og þingmenn.

„Hún snerist um það andrúmsloft reiði og öfga sem stöðugt er magnað af tilteknum öflum – pólaríseringuna – og birtist meðal annars á svona hátt. Og getur birst á svo miklu miklu verri hátt. Og ég bið fólk að hugsa um sig sjálft: er verið að grilla í mér? Er verið að espa mig upp? Er verið að ala á óþarfa áhyggjum hjá mér?“

Sjá einnig: Guðmundur lenti í óhugnanlegu atviki í Hagkaup

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“