fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Guðmundur Andri lenti í óhugnanlegu atviki í Hagkaup: „Þegar ég steig til hliðar sá ég hann þar sem hann horfði á mig æstur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lenti í heldur óskemmtilegri reynslu í verslun Hagkaups í Garðabæ í fyrrakvöld. Hann hitti þar fyrir mann sem hélt mikinn reiðilestur yfir honum.

„Hann leit út eins og hver annar „sorrí-með-mig“-Garðbæingur (sbr. Baggalútslagið); í fallegum ullarjakka og með vandaðan gráan trefil vafinn um hálsinn, í hvítum jogging-buxum og með hannaða hárklippingu, með hárbrúski og rakstri. Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði. En hann var samt ekki alveg þessháttar maður – þeir gangast upp í að vera vonda fólkið og eru fullir af pólitískum rangtrúnaði, en eru ekki slæmir náungar í rauninni. Held ég. Að minnsta kosti yfirleitt í góðu skapi – held ég.“

Guðmundur segir að hann hafi ekki séð umræddan mann strax, en hann var þarna nýkominn heim að norðan og var að kaupa ýmsar nauðsynjar fyrir heimilið. „Ég heyrði hins vegar í honum þegar ég var nýkominn inn: „Samfylkingardrulla“.

Guðmundur heldur áfram og viðurkennir að honum hafi brugðið og horft strangur á svip á saklausan unglingahóp sem ráfaði um verslunina. „Ég hélt áfram að safna í körfuna, tómötum, banönum, kaffi, kattamat … þá heyrði ég aftur ókvæðisorð og leit upp, sá engan en þegar ég steig nokkur skref til hliðar sá ég hann þar sem hann horfði á mig æstur.“

„Ertu að tala við mig?“ spurði ég og þá kom ný gusa um það hvílíkur lygari ég væri og viðbjóður, ég vildi flytja inn í landið barnaníðinga frá Svíþjóð, hvort ég vissi ekki hvernig ástandið væri í Svíþjóð. Hann titraði af reiði. Hann var svo hræddur við alla múslimana sem hingað væru á leiðinni frá Svíþjóð og reiður mér fyrir að standa fyrir þessum innflutningi.“

Guðmundur segist ekki hafa lagt í að spyrja hann hvað honum fyndist um þriðja orkupakkann en sagði honum að hætta áreitinu, að öðrum kosti myndi hann kalla á öryggisvörð. Að svo búnu hafi hann farið, enda óhugur verið í honum eftir atvikið.

„Aldrei áður hafði ég staðið augliti til auglitis við netbræðina eins og hún lítur út í raunveruleikanum. Svona leit hann þá út, reiði maðurinn í athugasemdakerfunum. Kannski var þetta veikur maður en það sem vall upp úr honum var sami reiðilesturinn og við getum daglega séð á netmiðlum og heyrt skötuhjúin á útvarpi Sögu draga upp úr viðmælendum sínum til að eitra hugi vesalings gamla fólksins sem hefur ekki lengur Sagnaslóð í útvarpinu að hlusta á.“

Guðmundur segir að það sé ábyrgðarhluti að næra reiði af þessu tagi eins og hann kveðst stundum sjá stjórnmálamenn gera á kaldrifjaðan hátt til að valdefla sig. „Það er hættulegt. Þetta er vissulega sálsýkisþrugl en sett saman úr einföldum staðhæfingum sem beinast að djúprættum kenndum í okkur, ótta og vanþekkingu í jöfnum hlutföllum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili
Fréttir
Í gær

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar
Fréttir
Í gær

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár
Fréttir
Í gær

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“
Fréttir
Í gær

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag