fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Nýju símarnir frá Samsung ónothæfir eftir tveggja daga notkun

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borið hefur á því að nýir, samanbrjótanlegir símar frá Samsung, Galaxy Fold, bili skömmu eftir að byrjað er að nota þá. Blaðamenn sem sérhæfa sig í fréttum af tæknimálum hafa fengið eintök af símum til prófunar. Svo virðist vera sem Samsung þurfi að fínstilla eitthvað hjá sér áður en síminn kemur á markað.

Talsverð eftirvænting ríkir vegna nýju símanna sem kosta um tvö þúsund Bandaríkjadali í Bandaríkjunum. Í frétt AP segir að nokkrir þeirra síma sem verið hafa í prófun hafi bilað eftir aðeins tveggja daga notkun. Bilunin var samskonar; skjárinn byrjaði að flökta áður en hann varð alveg svartur.

Haft er eftir tveimur blaðamönnum að þeir hafi fjarlægt þunna filmu af skjánum, filmu sem þeir töldu að ætti að fjarlægja. Þegar þeir gerðu það hafi bilunin gert vart við sig. En aðrir blaðamenn, sem ekki fjarlægðu filmuna, urðu samt sem áður varir við bilunina. Þessi tiltekna filma á að vera á símunum.

Todd Haselton, fréttamaður CNBC, segir að síminn sem hann fékk hafi verið algjörlega ónothæfur innan tveggja daga. Samsung hefur fullyrt að það eigi að vera hægt að opna og loka símanum 200 þúsund sinnum, 100 sinnum á dag í fimm ár, áður en búnaðurinn byrjar að gefa sig.

Samsung hyggst setja símann á markað þann 26. apríl næstkomandi en undanfarnar vikur hefur neytendum boðist að forpanta þá. Óvíst er hvort þessi tíðindi hafi einhver áform á útgáfu símans eftir rúma viku. Síminn er nokkuð einstakur. Þegar hann er lokaður er hann eins og hver annar snjallsími en þegar hann er opnaður má líkja honum við litla spjaldtölvu. Nýr sími mun kosta 1.980 Bandaríkjadali, eða vel yfir 200 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin