fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fær ekki að fara heim vegna hnefaleika

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadef Khadem, sem varð á laugardaginn fyrsta íranska konan til að taka þátt í skráðum hnefaleika-bardaga, hefur frestað heimkomu sinni til Tehran, höfuðborgar Íran. Ástæðan er sú að handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur henni.

Íranska hnefaleikasambandið gaf það út á mánudaginn að það tæki ekki þátt í að skipuleggja bardaga fyrir konur og bæri því enga ábyrgð á bardaga Khadem. Sambandið bætti svo við að íranskar konur ættu að klæðast slæðu öllum stundum, innan sem utan landsteinanna.

Reuters fjallar um þetta.

Þar að auki hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur Mahyar Monshipour, fyrrverandi heimsmeistara í hnefaleikum, en hann skipulagði bardagann sem fór fram í Frakklandi. En hann ætlaði sér að ferðast aftur til Íran með KhademMonshipour sem er fæddur og uppalinn í Íran er orðinn franskur ríkisborgari.

Bardagi helgarinnar endaði með sigri Khadem á hinni frönsku Anne Chauvin, en bardaginn er skráður sem áhugamannabardagi.

Útlendingastofnun Frakklands hefur ekki tjáð sig um málið. En samband Frakklands og Írans er orðið ansi stirt eftir að sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum tjáði sig um kjarnorkuáætlun Írans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin