fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Þorvaldur var 15 ára við dauðans dyr í Kvennó: „Þegar ég datt á öxl bekkjarsystur minnar hélt hún að ég væri að grínast“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Sigurbjörn Helgason ljóðskáld fór í hjartastopp aðeins 15 ára gamall í þriðju viku sinni á fyrsta ári í Kvennaskólanum. Í viðtali við Læknablaðið greinir hann frá því hvernig hann lak yfir á öxl skólasystur sinnar þar sem þau biðu eftir tíma. Þar kemur fram að hann var raunar að deyja en hjartað í honum stoppaði. Endurlífgun Þorvaldar tók 33 mínútur og þrjár sekúndur.

Þorvaldur hefur gefið út ljóðabók, Gangverk, þar sem hann lýsir atvikinu meðal annars. „Ég hef fengið að lesa læknaskýrslurnar um atvikið og læknabréf. Það var sláandi en líka áhugavert sjónarhorn. Ég nýtti textann í skrifin og skrifaði ljóð upp úr þessum skýrslum,“ segir Þorvaldur í samtali við Læknablaðið.

Hann segir að læknaskýrslur séu skrifaðar á einkennilegu tungumáli fyrir þá sem eru ekki menntaðir læknar. „Tungumálið sem læknaskýrslurnar eru skrifaðar á er mjög áhugavert. Það er sérstakt og örugglega fullkomlega eðlilegt fyrir lækna en fyrir leikmann er þetta mjög einkennilegt mál. Mikið af læknaslettum og fræðitali gáfu textanum sérstaka áferð. Stundum varð til óvænt ljóðræna í þessum bréfum, eitthvað sem örugglega átti ekki að vera skáldlegt. Ég greip á stangli setningar og orð sem voru mjög ljóðræn, sem ég stal og nýtti mér í ljóð,“ segir Þorvaldur.

Hann segir að í aðdraganda þess að hann fékk hjartastopp hafi hann fengið hraðan hjartslátt af og til, sem leið yfirleitt hjá en ekki í Kvennó. „Ég var aldrei greindur með hjartveiki eða sjúkdóm. Þetta kom á óvart. Þegar ég datt á öxl bekkjasystur minnar hélt hún að ég væri að grínast, flissaði yfir þessu en eldri stelpur gengu fram á þetta og áttuðu sig á að ekki væri allt í lagi og gripu í taumana,“ segir Þorvaldur í samtali við Læknablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd