fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Pétur varar við gildrunni: „Á ekki heima í siðuðu samfélagi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er grundvallarmál að við tökum vel á móti gestum okkar í þessu landi og séum heiðarleg þegar við bjóðum þjónustu gegn gjaldi. Það á líka við þegar rukka á fyrir umferðarmannvirki eins og vegagöng,“ segir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri hjá Katla Travel ferðaskrifstofu.

Pétur skrifaði færslu í Bakland ferðaþjónustunnar í gær sem vakti mikla athygli. Þar skrifaði hann um Vaðlaheiðargöng, eða Vaðlaheiðargildruna eins og hann orðaði það.

„Það var meira en undarlegt að aka að Vaðlaheiðargöngunum í dag og sjá hvernig búið er með miklum brotavilja að fela valkostinn sem er ókeypis (Víkurskarðið) og hvernig búið er að stilla aðkomunni þannig að gestir sem ekki hafa verið varaðir við keyra beint í gildruna,“ sagði Pétur sem birti meðfylgjandi myndir.

Pétur gagnrýnir það fyrirkomulag sem viðhaft er við rukkun veggjaldsins, en vegfarendur hafa þrjár klukkustundir til að fara á netið og borga. Ef það klikkar bætist við 66 prósenta álag og fer gjaldið úr 1.500 krónum í 2.500 krónur.

„Ég keyrði bæði í gegnum göngin og Víkurskarðið, ég sparaði u.þ.b. 10 mínútur á að fara í gegnum göngin en svo þurfti ég næstum jafn langan tíma til að stoppa og borga ferðina í gegnum netið og gefa þar upp kreditkortanúmer, tölvupóst og símanúmer,“ segir Pétur.

Hann segir að göngin séu fín og góð samgöngubót einhverja mánuði ársins. „En þessi fjárplógsgildra sem þarna er búið að stilla upp á ekki heima í siðuðu samfélagi. Ég legg til að þar til að Vegagerðin verður búin að merkja báða valkosti sómasamlega verði settir límmiðar í alla bílaleigubíla þar sem varað er við Vaðlarheiðargildrunni og fólki bent á Víkurskarðið sem ókeypis valkost.“

Í samtali við DV bendir Pétur til dæmis á fyrirkomulagið við Hvalfjarðargöng þar sem báðir kostir eru merktir á korti. Vegfarendur sem þekkja ekki til gátu því séð, svart á hvítu, áður en gjaldtöku var hætt hvor leiðin hentaði betur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Í gær

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn