fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Mikill kostnaður við skólaferðalög 10. bekkinga bítur fátæk heimili fast – „Það á ekki að kosta krónu aukalega að ég sendi krakkana í skólann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það verður að fara að tala um þetta málefni. Foreldrar tíunda bekkjar um allt land eru að leggja út rugl mikinn pening út af skólaferðalögum tíunda bekkjar. Það er kominn tími til að farið sér eftir því sem stendur í lögum, að grunnskóli sé gjaldfrjáls,“ segir einstæð móðir í Reykjanesbæ. Töluverð umræða hefur verið meðal foreldra um mikinn kostnað við skólaferðalög sem tíundu bekkingar fara í við lok skólaárs: „Þetta er þungur baggi fyrir efnaminni heimili. Það á ekki að kosta krónu aukalega að ég sendi krakkana í skólann,“ segir konan sem á erfitt með að standa undir þessum kostnaði.

Önnur móðir, sem er með barn í Akurskóla í Njarðvík, tekur til máls í FB-hópi foreldra skólans og segir meðal annars:

„Vorferðin í Holtaskóla skilst mér að kosti 50.000 kr. Ég fékk skilaboð frá konu úti á landi þar sem ferð með öllu tilheyrandi kostar 100.000 krónur. Akurskóli er ekkert einsdæmi og ekki að gera neitt rangt. Ég og mín dóttir stóðum okkur ekki í fjáröflun og þess háttar en það skiptir engu máli hvaða peningarnir koma. Þetta má ekki og á ekki að vera. Ríkið og bæjarfélögin eiga að borga miklu meira í skólana og gefa þeim svigrúm til að bjóða upp á allt frítt.“

Tilefni skrifanna er tilkynning um hátíðarkvöldverð nemenda 10. bekkjar Akurskóla og vorferðina. Segir þar að ferðin kosti 42.500 kr. á nemanda en kvöldverðurinn virðist kosta 20.000 krónur (óstaðsfest).

Önnur móðir barns við þennan skóla skrifar:

„Hvað kostar svo hátíðarkvöldverðurinn?  42.500 kr. vorferð plús 20.000. Samtals 60.000 kr. kostnaður í lögbundinni gjaldfrjálsri skólaskyldu á einum mánuði fyrir eitt barn í grunnskóla á Íslandi.“

Mæðurnar ítreka að gagnrýnin beinist ekki að Akurskóla og starfsfólki hans sem sé yndislegt. En huga þurfi að þessum kostnaði sem geti sligað fátæk heimili og það sé ekki eðlilegt þar sem um skólaskyldu sé að ræða.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd