fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Undarlegt starfslokatilboð hjá Innheimtustofnun: „Forstöðumaður mun tryggja að starfsfólk á Ísafirði tjái sig á þann hátt.“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. apríl 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafa stigið fram og lýst reynslu sinni af stofnuninni. Allt eru þetta konur – þær XXXXXXX , XXXXXXX, Guðríður Kristjánsdóttir og Daðína Helgadóttir. Andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgangur gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi eru meðal ásakana sem bornar eru á stjórnendur.

Þetta er brot úr stærri umfjöllun í helgarblaði DV.

 

Útskúfun og óútskýrðar ásakanir um brot í starfi

XXXXXXX fór í frí 3. apríl. Á meðan hún var í fríinu komst hún að því að búið var að eyða henni úr öllum sameiginlegum hópum hennar og samstarfsfólksins á samfélagsmiðlum. Flest samstarfsfólkið taldist til hennar bestu vina enda vinnustaðurinn í litlu samfélagi. Þegar XXXXXX ætlaði að spyrja eina vinkonuna hvers vegna hún væri horfin úr öllum hópum þá var það ekki hægt, vinkonan var búin að blokka hana – þau voru öll búin að blokka hana!

Skömmu síðar fékk XXXXXX þær fréttir að hún væri sökuð um brot í starfi, nánar tiltekið einelti á vinnustað. Hún fékk aldrei að vita nánari málsatvik í þessu meinta eineltismáli og sjálf kannast hún ekki við neitt slíkt.

Einu efnislegu ásakanirnar sem gætu varðað þetta hljóma mjög sérkennilega, ef satt er. Þannig segist XXXXXX hafa verið sökuð um að hafa deilt frétt á Facebook sem ein af hennar samstarfskonum sá ekki en aðrir sáu. Þá var það talið henni til vansa að eiginmaður hennar væri ekki Facebook-vinur sömu samstarfskonu XXXXX. XXXXX segir að forstöðumaðurinn hafi bent henni á að vinnan snerist um meira en verkefnin ein og hún væri ekki að standa sig í þessum félagslegu þáttum.

Starfsmaður frá póstinum kom heim til hennar með kassa með öllum hennar persónulegu eigum af vinnustaðnum og lokað var fyrir allan aðgang hennar að vinnustaðnum, þar með talið að tölvupósti, að sögn XXXXXXXX. Þetta gerðist á meðan hún var enn starfsmaður stofnunarinnar.

Ferill málsins teygði sig út maímánuð 2018. Fulltrúi verkalýðsfélagsins fundaði með forstjóra og forstöðumanni Innheimtustofnunar og voru skilaboðin þau að ef hún skrifaði ekki undir starfslokasamning undir eins yrði hún kærð fyrir meiðyrði, einelti og trúnaðarbrot. XXXXXX þóttu þær ávirðingar ekki vera svaraverðar enda væru þær ekki tilgreindar efnislega með neinum hætti.

Þann 22. maí fékk XXXXX bréf um brottrekstur úr starfi. Starfsmannafélag Reykjavíkur mótmælti brottvikningunni með fimm síðna andmælabréfi þar sem tíunduð voru ýmis meint brot gegn Brögu í starfi.

Síðan skrifaði forstöðumaðurinn tvö bréf sem XXXXX var beðin um að skoða. Annað var samkomulag sem henni var boðið að skrifa undir og hitt var meðmælabréf, undirritað af forstöðumanni. Í samkomulaginu stendur meðal annars:

„Starfsfólki verður tjáð að XXXXXX hafi óskað eftir starfslokum sjálf til að prófa nýjan starfsvettvang eða mögulega fara í nám. Forstöðumaður mun tryggja að starfsfólk á Ísafirði tjái sig á þann hátt.“

Í meðmælabréfinu sem forstöðumaðurinn undirritaði stendur meðal annars:

„Sinnti hún störfum sínum af samviskusemi og vandvirkni. Samskipti hennar við samstarfsfólk voru með ágætum. Gef ég henni mín bestu meðmæli.

XXXXXX er jafnframt góður félagi og vinur samstarfsmanna sinna sem hefur jákvæð áhrif á starfsandann á vinnustaðnum.“

„Þessi fallegu orð stinga nokkuð í augu þegar haft er í huga að ég hafði verið sökuð um einelti á vinnustaðnum og allt starfsfólkið var búið að loka á rafræn samskipti við mig,“ segir XXXXX.

XXXXXX ákvað að fallast á samkomulag um starfslok í júní og telur sig ekki hafa haft um annað að velja. Hún er hins vegar engan veginn sátt við meðferðina sem hún telur sig hafa fengið: „Starfsferillinn minn var tekinn og settur í tætarann,“ segir hún. Hún hefur núna komið sér fyrir með fjölskyldu sinni á Selfossi og er að byggja þar upp nýtt líf. Hún segist hafa sagt sögu sína hér, ekki til þess að opinbera persónulegan harm heldur til að afhjúpa það sem hún telur vera óásættanlega meðferð á opinberri stofnun og ólöglega starfshætti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“