Margir hafa eflaust tekið eftir hækkunum á eldsneytisverði undanfarnar vikur. Samkvæmt Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðareigenda, hefur hækkun undanfarnar tvær vikur numið um 5 krónum á bensínlítrann. Slíkar hækkanir eru ekki óalgengar í tengslum við orlof þar Íslendingar skella sér gjarnan í ferðalög innanlands og eftirspurn eftir eldsneyti eykst.
„Frá byrjun mánaðarins hafa komið nokkrar hækkanir, sagði Runólfur í samtali við blaðamann DV.
„Ég tek það fram að það er álagning á markaðinum hér sem er hærri en í nágrannalöndunum. En við erum að sjá þessa hreyfingu eiga sér stað líka á mörkuðum í kringum okkur af því
Verð á N1
að bensínverð hefur verið að hækka, að teknu tilliti til hækkunar á bandaríkja dollara.“
Samkvæmt Runólfi þá koma gjarnan ákveðnir toppar í eldsneytisverði í kringum orlofstíma á borð við páska þar sem margir taka sér frí og skella sér í ferðalög. Þá eykst eftirspurn eftir eldsneyti. Einnig eru birgjar farnir að byrgja sig upp til að undirbúa sumartímann þar sem eldsneytisþörf landsins eykst.
Að mati Runólfs eru þær hækkanir sem hafa átt sér stað undanfarið í takti við þróun eldsneytisverð á heimsmarkaði. Hins vegar eru Íslendingar að greiða um 55 prósent af verði bensínlítrans í vasa ríkissjóðs.
„Heimsmarkaði verðið á þessum lítra er undir 65 krónum en 128 krónur af því eru skattar í ríkissjóð.“
Undanfarnar tvær vikur hafa orðið frekar snarpar hækkanir.
„Til að mynda þeir sem eru með hagstæðasta verðið, Costco, þá var verð á bensínlítranum við lok síðasta mánaðar 192,9 en hefur hækkað núna upp í 197,9, sem sagt hækkun um fimm krónur. Ef við tökum síðan stærsta söluaðilann þá voru þeir við lok síðasta mánaðar í 227,9 en í dag í 233,6. Það munar um þetta. Þú þarft að vinna þér inn 10 þúsund krónur aukalega á mánuði eftir skatt fyrir eldsneytisverð. “