fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Eldsneytisverð hækkar: „Heimsmarkaðsverðið á þessum lítra er undir 65 krónum en 128 krónur af því eru skattar í ríkissjóð“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa eflaust tekið eftir hækkunum á eldsneytisverði undanfarnar vikur. Samkvæmt Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðareigenda, hefur  hækkun undanfarnar tvær vikur numið um 5 krónum á bensínlítrann. Slíkar hækkanir eru ekki óalgengar í tengslum við orlof þar Íslendingar skella sér gjarnan í ferðalög innanlands og eftirspurn eftir eldsneyti eykst.

„Frá byrjun mánaðarins hafa komið nokkrar hækkanir, sagði Runólfur í samtali við blaðamann DV.

„Ég tek það fram að það er álagning á markaðinum hér sem er hærri en í nágrannalöndunum. En við erum að sjá þessa hreyfingu eiga sér stað líka á mörkuðum í kringum okkur af því

Verð á N1

að bensínverð hefur verið að hækka, að teknu tilliti til hækkunar á bandaríkja dollara.“

Samkvæmt Runólfi þá koma gjarnan ákveðnir toppar í eldsneytisverði í kringum orlofstíma á borð við páska þar sem margir taka sér frí og skella sér í ferðalög. Þá eykst eftirspurn eftir eldsneyti. Einnig eru birgjar farnir að byrgja sig  upp til að undirbúa sumartímann þar sem eldsneytisþörf landsins eykst.

Að mati Runólfs eru þær hækkanir sem hafa átt sér stað undanfarið í takti við þróun eldsneytisverð á heimsmarkaði. Hins vegar eru Íslendingar að greiða um 55 prósent af verði bensínlítrans í vasa ríkissjóðs.

„Heimsmarkaði verðið á þessum lítra er undir 65 krónum en 128 krónur af því eru skattar í ríkissjóð.“

Undanfarnar tvær vikur hafa orðið frekar snarpar hækkanir.

„Til að mynda þeir sem eru með hagstæðasta  verðið, Costco, þá var verð á bensínlítranum við lok síðasta mánaðar 192,9 en hefur hækkað núna upp  í 197,9, sem sagt hækkun um fimm krónur. Ef við tökum síðan stærsta söluaðilann þá voru þeir við lok síðasta mánaðar í 227,9 en í dag í 233,6. Það munar um þetta. Þú þarft að vinna þér inn 10 þúsund krónur aukalega á mánuði eftir skatt fyrir eldsneytisverð. “

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bogi vinnur að nýjum þáttum

Bogi vinnur að nýjum þáttum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“