„Ein helsta ástæða þess að ég flutti frá Íslandi var viðhorf Íslendinga til hunda,“ segir Óskar Þorkelsson í viðtali við DV, en hann fékk yfir sig skriðu neikvæðra kommenta og árása eftir að hann birti myndband af hundinum sínum og sér í FB-hópnum Hundasamfélagið. Óskar sem býr í Svíþjóð segir íslenska þjóðarsál ekki hafa sama skilning á hundum og aðrar þjóðir, að hans mati líklega vegna þess hve lengi hundahald var bannað hér á höfuðborgarsvæðinu en það var fram eftir allri 20. öld. „Við erum með ofnæmi gegn hundum sem engin önnur þjóð er með,“ segir Óskar.
Myndbandið, sem birtist hér neðar í fréttinni, sýnir Óskar með hundinum sínum skömmu eftir göngu í skóginum. Hundurinn virðist hafa meitt sig og Óskar er að strjúka honum, þreifa eftir meiðslum og slær hundinn laust og ástúðlega á trýnið. Sumir sem séu myndbandið töldu Óskar hins vegar vera að níðast á hundinum. Óskar telur slíkt vera fáránlega fáfræði, meðal annars byggða á því hvað margir eiga kjölturakka en hundur Óskars er stór:
„Hundurinn minn hefur það betra en 90% af hundum. Hann fær 4 klukkustunda útivist á dag og þar af 2 án bands úti í skógi. Hann er ekki kjölturakki,“ segir Óskar í viðtali við DV en hann gaf góðfúslega leyfi fyrir birtingu á myndefni.
Óskar segist hafa verið kallaður barnanauðgari, kvennaofbeldismaður og að hann misþyrmi börnum, í kjölfar birtingarinnar. Meðal kommenta undir færslunni með myndbandinu voru þessi:
„Er ekki í lagi, væntanlega ef hundurinn meiðir sig þá áttu að fara með hann til dýralæknis og það er þitt job sem eigandi að passa að hann sé ekki a meiða sig! Slasar sig reglulega?? Hvað segir það um eigandann.“
„Afhverju ertu að slá á fæturna á honum ef þú veist að hann er meiddur þar? Þetta var ekki mikið þarna hjá þér en hann fann greinilega til“
„Og þú ert að deila þessu hér af því að…? Hvernig þú kemur fram við hundinn þinn er viðbjóðslegt. Það er eitt að þreifa á hundinum til að meta meiðsli, það er annað að slá hann og snúa upp á loppuna. Og allt þetta með annarri hendi því það er svo rosalega mikilvægt að ná þessari misnotkun á myndband.“
„Þú ert ömurlegur hundaeigandi! Slærð hann á trýnið!? Hann er klárlega að reyna að fá þig til að hætta þessu!“
Hér fyrir neðan er myndbandið. Fyrir neðan myndbandið birtum við síðan, með góðfúslegu leyfi, stöðufærslu Óskars þar sem hann segir fólki til syndanna vegna viðbragða við myndbandinu.
„Jæja krakkar , snjóflögur og annað merkisfólk
Ég setti inn myndband af því þegar ég var að finna út hvað í raun hrjáði hundinn minn sem hafði verið haltur í 2 daga.. forsagan af þessu myndbandi er einföld.. þessi hundur er hversmanns hugljúfi en snertir þú tærnar á honum þá þarftur að vera viðbúinn biti.. ég klippti á honum neglurnar í fyrravetur með þessum árangri.. hann fékk 5 neglur klipptar.. ég fékk 3 blóðuga fingur.. svo 5-3 fyrir mér. Fæturnir á þessum hundi er honum heilagir.. veit ekki afhverju… en ég fékk hann sem omplasseringshund á sínum tíma.. svo ég ákvað að taka vídeo af því þegar ég skoðaði fótinn hans með fingrunum.. tvisvar setti hann tennurnar í mig.. í eina skiptið gerði ég ekkert í annað skipti setti ég fingurnar á trýnið á honum og uppskar frá móðursjúkum meðlimu þessa samfélags hér að ég hefði verið með ofbeldi gagnvart þessum hundi.. ok gott og vel.. þetta er hundur sem hefur verið 5 sinnum á skurðarborðinu vegna meiðsla.. verið skaðaðaur af 14 tagga elg ( 700 kg).. hundur sem hefur verið bitinn inn í bein af dobermann.. verið bitrinn af husky rottweieller og ég veit ekki hvað án þess að nokkurn tímann að kvarta.. þetta er harðhaus sem á sér vart hliðstæðu.. hann á mig að sem er ferlega hræddur um hann enda hefur hann bjargað mínu lífi amk einu sinni.. en það sem fer í mig er þessi dómharka á íslandi.. þessi ógeðslegu komment sem koma hér á þessari síðu.. ég var barnanauðgari.. kvennaofbelsismaður.. misþyrmi börnum og ég veit ekki hvað. Ekki einn… ekki ein manneksja spurði hvernig hundurinn hefur það.. ekki eitt einasta manneskja.. en ég var viðbjóður.. barnanauðgari kvenna ofbeldismaður og ég veit ekki hvað.. og ein slík athugasemd kom frá þekktum kynáttahatara á samfélagssíðunum sme krafðist þess að hundurinn yrðu fjarlægður frá mér því ég væri hættulegur… krakkar hvað er að ykkur.. skoðið myndbandið aftur því það kemur nkl ekkert ofbeldi þar fram.. ég þekki minn hund og veit að hann mun bíta mig ef ég geri eitthvað rangt við fæurtnar á honum.. en þið .. þið dæmið.. og dæmduð hart.. þið eruð ekki fólk sem ætti ða hfa hunda.. kunnið ekkert , skiljið ekkert og eruð sjálfum ykkur til skammar. ..sama video var sett út á norskri hundasíðu þar sem ég er meðlimur.. þar var fólk á allt öðrum nótum. Hvernig hefur hundurinn það.. er allt í lagi með hann.. ekki einn einasti talaði á sömu nótum og þið á íslandi.. setti myndbandið út hjá sænsku hundaveiðimannafélagi.. og fekk svipuð viðbröðg og ráð og í noregi.. en hundsasamfélagið á Íslandi brást við á þann hátt sem búast mættti við af þjóð sem hefur verið innræktuð í gegnum aldirnar.. eins og fífl. Skammist ykkar sem talið niður til annara.. þið eruð ógeð í mínum augum.. og hafið nkl EKKERT vit á hundum“