Barnavöruverslunin Ólíva og Óliver hefur verið sökuð um okur á ungbarnaóróum. Í Facebook-hópi einum er vakin athygli á því að verslunin auglýsi tiltölulega einfaldan óróa til sölu á tæplega 20.000 krónur. Sambærilegur eða sami órói er til sölu í versluninni Fifa og kostar aðeins tæplega 6.000 krónur. Móðir eimn stígur fram í hópnum og segist hafa keypt þennan óróa á þessu verði. Hún segist aldrei munu eigi viðskipti við Ólívu og Óliver framar. Önnur kona kveður enn fastar að orði: „Það á bara ekki að versla við þessa búllu.“
Þriðja móðririn, af mörgum er þarna taka til máls, segir: „Ég skil ekki hvernig og af hverju hún er ennþá gangandi þessi búð.“
Sem fyrr segir kostar sambærilegur eða eins órói í Fifa aðeins um 6.000 krónur. Hins vegar stígur einnig fram móðir sem bendir á að sumar vörur þar séu jafndýrar og hjá Ólívu og Óliver.
DV hafði samband við verslunina sem hafði svör á reiðum höndum:
„Um er að ræða óheppileg mannleg mistök við innstimplun verðs vörunnar í upplýsingakerfi verslunarinnar sem voru löguð um leið og komst til vitundar okkar. Örfá eintök hafa selst á þessu verði og biðjumst við velvirðingar á því og gegn framvísun kvittunar munum við endurgreiða mismuninn til viðkomandi aðila.“
Þess má geta að við síðasta innlit í vefverslun fyrirtækisins sást ekki umrædd vara lengur. Við fullyrðum ekkert um orsakir þess.