fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
FréttirLeiðari

Óafsakanleg meðferð

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 10. febrúar 2017 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrsla vistheimilanefndar um Kópavogshæli og útibú hælisins, Efra-Sel, sýnir að staðirnir voru á löngu tímabili nýttir sem geymslustofnanir. Algengt var að komið væri fram við þroskaskert og fötluð börn sem þar dvöldu sem einhvers konar afgangsmanneskjur. Einstaklingar sem vistaðir voru þar sem börn og aðstandendur þeirra hafa sagt dapurlegar lífsreynslusögur í fjölmiðlum og það tekur á að heyra þær frásagnir. Enginn þarf að efast um að hin illa meðferð hafi haft djúpstæð áhrif á börnin sem slíkt þurftu að þola og markað þau fyrir lífstíð. Barn sem lifir í hræðslu á erfitt með að öðlast hugarró á fullorðinsárum.

Því miður virðist sem það hafi verið áberandi viðhorf á þessum tíma að fatlað fólk, og þá einnig fötluð börn, væru annars flokks. Framkoman við fötluð börn á Kópavogshæli var oft samkvæmt því. Mannekla og álag á starfsfólk hefur svo ekki verið til að bæta slæmt ástand. Það er hins vegar ekki hægt að afsaka illa meðferð á börnum með því að tíðarandinn hafi verið á þann veg eða vinnuálag hafi verið of mikið. Það er grimmdarverk að láta barn borða eigin ælu. Sömuleiðis er það grimmdarverk að draga tönn úr barni án deyfingar. Ekkert afsakar slíka meðferð á barni.

Þægilegast væri vitaskuld að segja sem svo að þetta hafi verið gamli tíminn og nú sé sá nýi tekinn við. Við ættum að fara varlega í að ætla sem svo að harka og vanræksla gagnvart fötluðum einstaklingum sé hluti af fortíðarvanda og gerist ekki í upplýstu og framfarasinnuðu nútímasamfélagi.. Við höfum mörg dæmi þess að fatlaðir fái ekki nauðsynlega þjónustu og um leið njóta þeir ekki sömu mannréttinda og ófatlaðir. Það er vitað að þegar kemur að málefnum fatlaðra er úrbóta mjög víða þörf. Ofbeldi gegn fötluðum er því miður líka alvarlegt vandamál.

Skýrsla vistheimilanefndar ætti að vera brýning til stjórnvalda um að sýna metnað þegar kemur að málefnum fatlaðra og verja og tryggja mannréttindi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“