fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Börnin í hverfinu missa skólann sinn: 13 borgarfulltrúar mættu á fundinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúafundur í Staðahverfi var haldinn 10. apríl þar sem fjallað var um fyrirhugaða lokun grunnskóla hverfisins, Kelduskóla – Korpu, og fyrirætlan borgaryfirvalda að senda börnin í skóla í öðru hverfi. Um 150 manns voru á fundinum en heildaríbúatala hverfisins er um 1.100. DV greindi frá málinu þann 28. mars. Þrettán borgarfulltrúar mætti á fundinn:

  • Egill Þór Jónsson
  • Hjálmar Sveinsson
  • Inga María Hlíðar Thorsteinson
  • Líf Magneudóttir
  • Pawel Bartoszek
  • Sabine Leskopf
  • Skúli Helgason
  • Valgerður Sigurðardóttir
  • Sanna Magdalena Mörtudóttir
  • Örn Þórðarson
  • Alexandra Briem
  • Gunnlaugur Bragi Björnsson
  • Ólafur Kr. Guðmundsson

Í lok fundar var eftirfarandi ályktun samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta:

Íbúafundur í Staðahverfi þann 10. apríl 2019 sem boðaður var af íbúum hverfisins hafnar tillögum um lokun Kelduskóla – Korpu sem kynntar hafa verið af starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Grunnskóli er ekki matvöruverslun sem menn loka að vild eins og nefnt var af starfsmanni Reykjavíkurborgar á fundi með foreldrum fyrir nokkru.

Fundurinn krefst þess að Reykjavíkurborg starfi í samræmi við gildandi deiliskipulag Staðahverfis sem kveður á um grunnskóla í hverfinu.

Fundurinn hafnar vinnubrögðum varðandi samráðsferli þar sem samráðshópur er af stærstum hluta skipaður starfsfólki borgarinnar auk þess sem sá tími sem gefin er til vinnu hópsins er of skammur.

Fundurinn telur að breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi séu órökstuddar og illa ígrundaðar og með ólíkyndum að meirihluti barna í norðanverðum Grafarvogi þurfi að færast milli hverfa til að sækja lögbundna kennslu eins og horfur eru á nái breytingar fram að ganga.

Einnig áréttar fundurinn að meðan borgin sóar umtalsverðum fjármunum í ólögbundin gæluverkefni, séu ekki forsendur til frekari skerðinga og breytinga í lögbundnu skólastarfi en orðið er.

Meðfylgjandi eru myndir frá fundinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum
Fréttir
Í gær

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“