fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Þorbjörg upplifði sáran missi: „Ég hélt á Harry í lófa mér þegar líf hans fjaraði út“

Fókus
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 15:30

Þorbjörg Sigríður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir þremur vikum misstum við fjölskyldan hamsturinn. Prins Harry hét hann enda sláandi líkindi með honum og nafna hans í Bretlandi. Þegar ég hugsa til baka gat fallega gylltur feldurinn í raun kannski aldrei kallað á aðra nafngift. Harry glitraði eins og gull.“

Á þessa leið hefjar bakþankar lögfræðingsins Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur í Fréttablaðinu í dag. Pistillinn hefur snert við mörgum.

„Áfallið dundi yfir þegar Harry hljóp um frjáls og hamingjusamur í lokuðu herbergi yngstu heimasætunnar, virkur þátttakandi í Barbie-leik hennar og vinkonu. Tíminn síðan hefur farið í að rýna þessi síðustu krítísku andartök og svara spurningum um hvort yfirvöld á heimilinu hefðu getað hagað málum þannig að þessi harmleikur hefði ekki átt sér stað,“ skrifar Þorbjörg og heldur áfram. „Undir rúmi leyndist heimiliskötturinn Símon og lagði til atlögu af einbeittum ásetningi. Ævi Harrys lauk með því að Símon varð honum að bana.“

„Ég vissi hvað klukkan sló. Innvortis blæðing“

Í framhaldinu lýsir Þorbjörg síðustu andartökum Harry hamsturs.

„Horfandi á tilræðið reyndi ég sem ég gat að ná Harry úr gini kattarins. Það tókst að endingu. Harry var heill og yfirvegaður að sjá en úr öndunarfærum hans seytluðu agnarsmáir blóðdropar. Ég vissi hvað klukkan sló. Innvortis blæðing. Og ég hélt á Harry í lófa mér þegar líf hans fjaraði út. Þrátt fyrir að hafa ekki lokið læknisfræði svona per se horfði ég árum saman á dr. George Clooney á Bráðavaktinni. Eftir það skil ég auðvitað að í vafatilvikum á að reyna barkaþræðingu. Við allra erfiðustu aðstæður var Clooney að barkaþræða með kúlupenna. Örlögin höguðu því hins vegar þannig að barkaþræðing hefði engu breytt. Það var of seint.“

Þorbjörg segir fjölskylduna halda minningu hamstursins á lofti.

„Í þrjár vikur höfum við nú unnið með sættir og reynt að skilja að Símon er ekki grimmur. Hann er köttur og það geta allir gert mistök. Harry hvílir í garðinum. Stutt líf hans hafði tilgang. Og minningin um mús, hún lifir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“