fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Harmleikur á harmleik ofan – Móðirin lést í bílslysi og tveggja ára dóttir hennar var myrt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 07:01

Rachel með Savannah nýfædda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dag einn í júní 2016 settist hinn 48 ára Leonardo Morciego inn í bíl sinn og ók af stað. Hann var ofurölvi. Hann ók framan á bíl, sem hin 24 ára Rachel Foster, ók. Hún lést samstundis og unnusti hennar, Yovahnis Roque slasaðist en þó ekki lífshættulega. Nokkrum dögum áður höfðu þau eignast dótturina Savannah Roque.

Í síðustu viku var tilkynnt að Morciego muni játa að hafa orðið Foster að bana og verður hann sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi. Hann á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Réttað er yfir honum í Flórída en þar varð slysið.

En hörmungum fjölskyldunnar var og er ekki lokið. Í febrúar á þessu ári myrti Yovahnis Roque, Savannah sem var þá tæplega þriggja ára.

Mæðgurnar hvíla nú hlið við hlið en Roque situr í fangelsi. Hann flutti frá Flórída til Texas skömmu eftir banaslysið til að geta búið hjá móður sinni til að fá aðstoð við uppeldið á Savannah.

NBC Miami skýrir frá þessu.

Mæðgurnar.

En líf Savannah varð stutt því faðir hennar myrti hana í febrúar með hamri. Lögreglustjórinn í Orange, þar sem litla stúlkan var myrt, sagði að morðvettvangurinn hafi verið eins og tekinn úr hryllingsmynd. Þegar lögreglan kom á vettvang lá Roque nakinn og blóðugur á gólfinu en lík Savannah fannst inni í skáp. Hann hefur játað að hafa myrt dóttur sína. Hann ber því við að örflaga hafi verið sett í líkama Savannah og hafi hann ráðist á hana til að eyðileggja örflöguna.

„Það var ríkisstjórnin sem sagði mér að gera þetta.“

Sagði hann fyrir dómi. Roque verður látinn sæta geðrannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt