fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Vigdís gagnrýnir kostnað „hálfvitans“ við Höfða: „Stóð í rúmum 175 milljónum þegar ég athugaði síðast!!!“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innsiglingarvitinn við Sæbraut var reistur í dag, til móts við Höfða. Er honum ætlað að koma í stað vita Sjómannaskóla Íslands við Háteigsveg, en auk vitans er útsýnispallur á staðnum, vegfarendum til yndisauka.

Heildarkostnaður við framkvæmdina var sagður um 150 milljónir króna í desember á vef Reykjavíkurborgar, en upphaflega var gert ráð fyrir að framkvæmdin kostaði 75 milljónir. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir, en er talinn vera um 175 milljónir króna.

Viðurkenndi Reykjavíkurborg mistök í málinu, hækkunin hafi orsakast af hærra tilboði en áætlun gerði ráð fyrir, auk þess sem umfang við landfyllingu og grjótvarnir og fleira hafi verið vanáætlað.

Faxaflóahafnir greiða 25 milljónir af framkvæmdinni.

Hálfvitinn

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, hefur gagnrýnt framúrkeyrsluna við framkvæmd vitans. Hún skrifar eftirfarandi á Facebook í dag og birtir mynd af framkvæmdunum:

„Kæru Reykvíkingar og landsmenn allir. Hálfvitinn við Höfða er að rísa. Kostnaðaráætlun 75 milljónir. Endanlegur kostnaður ekki kominn – en stóð í rúmum 175 milljónum þegar ég athugaði síðast …!!!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum