fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Beckham og Björgólfur Thor eru bestu vinir: Þetta hafa þeir brallað saman í gegnum árin

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. apríl 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég er sko vinur þinn,“ gæti verið lagið sem Björgólfur Thor Björgólfsson, syngur fyrir David Beckham þegar þeir eru á ferð og flugi. Miðað við hversu miklum tíma þeir félagar eyða saman, er ekki úr vegi að stimpla þá sem bestu vini.

Beckham er einn frægasti knattspyrnumaður sögunnar á meðan Björgólfur er einn ríkast maður í heimi. Þeir kynntust í gegnum krakakka sína sem ganga í sama skóla í London.

Þeir voru staddir í Barein í gær, að horfa á Formúlu 1. Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United, var staddur þar ásamt góðvinum sínum. Leikstjórinn Guy Ritchie var með Beckham í för sem og Björgólfur

Blaðamaður Sky Sports vildi fá að ræða stutt við Ritchie sem leikstýrði kvikmyndum á borð við Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch. Hann gekk hins vegar að röngum manni og byrjaði að ræða við Björgólf sem hafði þó gaman að.

,,Hann er þarna!“ sagði Björgólfur við blaðamanninn sem ruglaðist á skeggjum eins og hann orðaði það.

Björgólfur, Beckham og Ritchie eru allir mjög góðir félagar og hafa ferðast saman á ýmsa staði í gegnum tíðina. Þannig voru þeir allir í veiði á Íslandi, síðasta sumar.

Hér að neðan má sjá hvað Björgólfur og Beckham hafa brallað saman í gegnum tíðina.

Í alvöru formi, árið 2017 fóru Björgólfur og David Beckham með fjölskyldur sínar í frí til Los Angeles. Þar þekkir Beckham hverja þúfu, enda bjó hann í borginni. Þeir félagar röltu um ströndina í frábæru formi.

Beckham kom til landsins síðasta sumar og skellti sér í veiði, Björgólfur var með í för en einnig Guy Ritchie sem er oft með þeim.

Þeir félagar skelltu sér í laxveiði í Norðurá í Borgarfirði þar sem Beckham birti þessar myndir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sen Beckham heimsækir Ísand en hann kom hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni sumarið 2016.

Thor eins og Beckham kallar hann skellti sér með honum í ferð á mótórhjóli um Bandaríkin. Báðir hafa mikinn áhuga á slíkum farartækjum.

Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir voru í fyrra með Beckham hjónunum, David og Victoriu í Frakklandi.

Á Dailymail má sjá myndir af vinahjónunum spóka sig á vínekru í Papauillac nærri Bordeaux. Fleiri þekkt hjón voru með í för, sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay og eiginkona hans Tana, en Ramsay var einmitt nýlega á ferð á Íslandi, og leikkonan Eva Longoria og eiginmaður hennar José Bastón.


Björgólfur Thor Björgólfsson, einn ríkasti maður í heimi fagnaði afmæli sínu á dögunum.. Björgólfur fæddist 19 mars árið 1967. Beckham birti mynd af þeim félögum saman á Instagram síðu sinni og skrifaði þar stutta ástarjátningu. ,,Til hamingju með daginn ástin,“ skrifar Beckham og birtir mynd af sér og Björgólfi á skíðum en þeir félagar hafa brallað ýmislegt saman.

Beckham og Björgólfur hafa báðir mjög gaman af íþróttum, hér sjást þeir saman á íshokkíleik árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hörður lýsir ótrúlegum vendingum – „Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði“

Hörður lýsir ótrúlegum vendingum – „Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
433Sport
Í gær

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik